Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 11. október 2023 13:30 Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti. Í yfirstandandi umræðu um aðhaldskröfur í ríkisfjármálum hafa ýmsir þættir verið nefndir, m.a. sameining stofnana, hagstæðari innkaup, lækkun ferðakostnaðar, betri nýting húsnæðis og loks aðhald í starfsmannamálum. Stjórnvöldum hættir þó til að setja áætlanir sínar fram með loðnum yfirlýsingum og jafnvel í hálfgerðum tilskipanastíl í stað þess að tala með skýrum hætti um inntak þeirra eða aðferðafræði. Hér getum við lært af öðrum þjóðum, einkum frændum okkar Norðmönnum. 6 milljónum NOK varið í að þjálfa stjórnendur Í Noregi hefur endurskipulagning stofnanakerfis ríkisins um langt árabil verið bundið sérstökum leikreglum í aðalkjarasamningi ríkisins og félaga opinberrra starfsmanna (Akademikerne, UNIO, YS Stat og LO-Stat). Við endurnýjun samningsins í maí 2022 var sýn aðila á mikilvægi samráðs og samvinnu við slíkar aðgerðir áréttuð. Þar er unnið út frá þeirri meginreglu að forsenda fyrir góðri þjónustu ríkisstofnana sé gott samstarf starfsfólks og stjórnenda um starfsemina og fyrirkomulag þjónustunnar. Undirstaðan er sameiginlegur skilningur á því að það sé öllum í hag að endurskipulagning og hagræðing í rekstri gangi eins vel fyrir sig og kostur er. Til að styrkja þekkingu og færni til samráðs og samvinnu gerir samningurinn ráð fyrir að 6 milljónum norskra króna verði, á samningstímanum, varið í þjálfun stjórnenda og fulltrúa samningsaðila opinberra starfsmanna hjá stofnunum. Þar að auki skuldbindur ríkið sig til að tryggja nauðsynlega starfsþróun svo mæta megi breyttum kröfum og fjármögnun úrræða með sem faglegustum hætti. Vönduð málsmeðferð er allra hagur Samningsaðilar eru sammála um að raunverulegt samráð sé til þess fallið að skapa grundvöll að farsælli málsmeðferð og slíkt skili bestum árangri fyrir alla aðila. Þá viðurkennir norska ríkið með samningnum að ávinningur felist í því að tryggja að sem flestir geti tekið þátt í atvinnulífinu og að vinna þurfi gegn því að starfsfólki sé ýtt út í tengslum við endurskipulagningu og inn í óvirk félagsleg úrrræði. Af samningstextanum er ljóst að aðilar hins opinbera vinnumarkaðar í Noregi hafa komið sér saman um að hagræðing í opinberum rekstri sé stöðugt ferli, sem hafi þarfir samfélagsins að leiðarljósi, en að sama skapi að slíkt ferli kalli á breytta og/eða nýja færni starfsfólks, nýjar gerðir stofnana, breytta forgangsröðun verkefna, meiri hreyfanleika og sveigjanleika. Aðferðafræðinni, sem áskilin er í samningnum, er svo ætlað að tryggja að raunhæfur árangur náist. BHM styður ábyrga meðferð sameiginlegra fjármuna en vanda þarf til verka BHM hefur skilning á því að stjórnvöld hafi ríkisfjármálin til stöðugar skoðunar og að á hverjum tíma þurfi að lýsa vandlega inn í rekstur ríkisstofnana til að tryggja ábyrga meðferð sameiginlegra fjármuna okkar. En um leið gerir bandalagið þá kröfu að vel sé vandað til verka þegar aðhaldskrafa í ríkisrekstri er framkvæmd. Í þeim efnum hvetur bandalagið stjórnvöld til þess að horfa til þeirra sem markað hafa faglega aðferðafræði við framkvæmd aðhaldsaðgerða, með það að markmiði að samfella sé tryggð í starfsemi stofnana og vandað sé til alls undirbúnings. Mikilvægt leiðarljós er að allar breytingarnar séu gerðar með það fyrir augum að áframhaldandi fagleg þjónusta hins opinbera sé tryggð. Samstarf og samráð við starfsfólk á öllum stigum verði tekið með í breytingarferlið, ekki síst stjórnendur ólíkra eininga. Tryggja þarf að ákvæðum laga sé fylgt, ferlar séu skýrir og unnir í samtali við stjórnendur. Í öllu breytingaferli er mikilvægt að viðurkenna þann mannauð sem er til staðar í stofnunum. Þekking og reynsla starfsfólks í opinberum rekstri er óáþreifanlegur auður sem mikilvægur er grunninnviðum samfélagsins. Miklu skiptir fyrir okkur öll að vel takist til í breytingarferli innan stofnanaflóru hins opinbera. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Stéttarfélög Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti. Í yfirstandandi umræðu um aðhaldskröfur í ríkisfjármálum hafa ýmsir þættir verið nefndir, m.a. sameining stofnana, hagstæðari innkaup, lækkun ferðakostnaðar, betri nýting húsnæðis og loks aðhald í starfsmannamálum. Stjórnvöldum hættir þó til að setja áætlanir sínar fram með loðnum yfirlýsingum og jafnvel í hálfgerðum tilskipanastíl í stað þess að tala með skýrum hætti um inntak þeirra eða aðferðafræði. Hér getum við lært af öðrum þjóðum, einkum frændum okkar Norðmönnum. 6 milljónum NOK varið í að þjálfa stjórnendur Í Noregi hefur endurskipulagning stofnanakerfis ríkisins um langt árabil verið bundið sérstökum leikreglum í aðalkjarasamningi ríkisins og félaga opinberrra starfsmanna (Akademikerne, UNIO, YS Stat og LO-Stat). Við endurnýjun samningsins í maí 2022 var sýn aðila á mikilvægi samráðs og samvinnu við slíkar aðgerðir áréttuð. Þar er unnið út frá þeirri meginreglu að forsenda fyrir góðri þjónustu ríkisstofnana sé gott samstarf starfsfólks og stjórnenda um starfsemina og fyrirkomulag þjónustunnar. Undirstaðan er sameiginlegur skilningur á því að það sé öllum í hag að endurskipulagning og hagræðing í rekstri gangi eins vel fyrir sig og kostur er. Til að styrkja þekkingu og færni til samráðs og samvinnu gerir samningurinn ráð fyrir að 6 milljónum norskra króna verði, á samningstímanum, varið í þjálfun stjórnenda og fulltrúa samningsaðila opinberra starfsmanna hjá stofnunum. Þar að auki skuldbindur ríkið sig til að tryggja nauðsynlega starfsþróun svo mæta megi breyttum kröfum og fjármögnun úrræða með sem faglegustum hætti. Vönduð málsmeðferð er allra hagur Samningsaðilar eru sammála um að raunverulegt samráð sé til þess fallið að skapa grundvöll að farsælli málsmeðferð og slíkt skili bestum árangri fyrir alla aðila. Þá viðurkennir norska ríkið með samningnum að ávinningur felist í því að tryggja að sem flestir geti tekið þátt í atvinnulífinu og að vinna þurfi gegn því að starfsfólki sé ýtt út í tengslum við endurskipulagningu og inn í óvirk félagsleg úrrræði. Af samningstextanum er ljóst að aðilar hins opinbera vinnumarkaðar í Noregi hafa komið sér saman um að hagræðing í opinberum rekstri sé stöðugt ferli, sem hafi þarfir samfélagsins að leiðarljósi, en að sama skapi að slíkt ferli kalli á breytta og/eða nýja færni starfsfólks, nýjar gerðir stofnana, breytta forgangsröðun verkefna, meiri hreyfanleika og sveigjanleika. Aðferðafræðinni, sem áskilin er í samningnum, er svo ætlað að tryggja að raunhæfur árangur náist. BHM styður ábyrga meðferð sameiginlegra fjármuna en vanda þarf til verka BHM hefur skilning á því að stjórnvöld hafi ríkisfjármálin til stöðugar skoðunar og að á hverjum tíma þurfi að lýsa vandlega inn í rekstur ríkisstofnana til að tryggja ábyrga meðferð sameiginlegra fjármuna okkar. En um leið gerir bandalagið þá kröfu að vel sé vandað til verka þegar aðhaldskrafa í ríkisrekstri er framkvæmd. Í þeim efnum hvetur bandalagið stjórnvöld til þess að horfa til þeirra sem markað hafa faglega aðferðafræði við framkvæmd aðhaldsaðgerða, með það að markmiði að samfella sé tryggð í starfsemi stofnana og vandað sé til alls undirbúnings. Mikilvægt leiðarljós er að allar breytingarnar séu gerðar með það fyrir augum að áframhaldandi fagleg þjónusta hins opinbera sé tryggð. Samstarf og samráð við starfsfólk á öllum stigum verði tekið með í breytingarferlið, ekki síst stjórnendur ólíkra eininga. Tryggja þarf að ákvæðum laga sé fylgt, ferlar séu skýrir og unnir í samtali við stjórnendur. Í öllu breytingaferli er mikilvægt að viðurkenna þann mannauð sem er til staðar í stofnunum. Þekking og reynsla starfsfólks í opinberum rekstri er óáþreifanlegur auður sem mikilvægur er grunninnviðum samfélagsins. Miklu skiptir fyrir okkur öll að vel takist til í breytingarferli innan stofnanaflóru hins opinbera. Höfundur er formaður BHM.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun