1.500 líf í okkar höndum Helgi Guðnason skrifar 11. október 2023 08:01 Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur. Ekki vegna þess að hér sé einhver neyð, heldur af því hægt er að finna tölur sem gefa til kynna að neyðin þar sé örlítið minni. Ekki nóg með það. Fólkið sem á að flytja burt er margt hvert öreigar því það kostaði aleigunni til að komast til Íslands, þau lögðu allt undir því Ísland tók á móti flóttafólki frá Venesúela. Ísland hafði ákveðna sérstöðu hvað það varðaði, allir sem komu fengu hæli. Það má vel vera að einhverjir telji að það hafi verið röng afstaða, en við getum ekki firrt okkur ábyrgð á því fólki sem upplifði sig boðin til landsins. Það eru hvorki náttúröfl sem við ekki ráðum við eða andlitslaust kerfi sem er á bakvið þennan harmleik. Á Íslandi er fólk sem hefur það í hendi sér að afstýra þessu, á bak við hverja hælisumsókn sem synjað er eru manneskjur. Á bak við viðmið útlendingastofu er fólk sem samdi þau. Á bak við framkvæmdavaldið eru kjörnir fulltrúar sem geta gripið í taumana. Það er fólk á bak við þá ákvörðun að endurskoða ekki þá einstæðu afstöðu Íslands að ástandið sé betra í Venesúela. Það er val að það skuli ekki gert þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarnefndar Sameinuðu Þjóðanna að ástand mannréttinda sé að versna, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandarískra stjórnvalda um að ástandið hafi ekki batnað, þrátt fyrir að nú nálgast fjöldi flóttamanna 8 milljónir - þá er fólk sem ákveður að ekki skuli bakkað með það að hælisleitendur frá Venesúela geti bara víst farið heim. Að breyta um afstöðu til hælisleitenda frá Venesúela krefst ekki kúvendingar í málefnum hælisleitenda. Í ljósi þess að hér eru hundruðir sem komu landsins meðan stefna stjórnvalda var allt önnur, eru forsendur til að endurskoða afstöðu stjórnvalda. Í ljósi þeirra alþjóðlegu skýrslna sem út hafa komið frá því í mars þegar ÚTL gaf út sitt endurmat, eru forsendur til þess að endurskoða afstöðu yfirvalda. Þaðkrefst ekki lagabreytinga að afstýra þessari hörmung - það þarf bara að uppfæra viðmið einnar stofnunar - að taka tillit til þess sem allar alþjóðlegar stofnanir virðast sammála um. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sál sinni? Ég er ekki alveg viss hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri afstöðu að einhvern vegin sé betra fyrir Ísland að vísa þessu fólki burt. En eru þeir sem að baki því standa virkilega sannfærðir um að það sé kostnaðarins virði? Ef við stöndum hjá og segjum ekkert, berum við þá ekki líka einhverja ábyrgð? Það er ekki of seint að afstýra þeim harmleik sem blasir við, við höfum það í hendi okkar. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur. Ekki vegna þess að hér sé einhver neyð, heldur af því hægt er að finna tölur sem gefa til kynna að neyðin þar sé örlítið minni. Ekki nóg með það. Fólkið sem á að flytja burt er margt hvert öreigar því það kostaði aleigunni til að komast til Íslands, þau lögðu allt undir því Ísland tók á móti flóttafólki frá Venesúela. Ísland hafði ákveðna sérstöðu hvað það varðaði, allir sem komu fengu hæli. Það má vel vera að einhverjir telji að það hafi verið röng afstaða, en við getum ekki firrt okkur ábyrgð á því fólki sem upplifði sig boðin til landsins. Það eru hvorki náttúröfl sem við ekki ráðum við eða andlitslaust kerfi sem er á bakvið þennan harmleik. Á Íslandi er fólk sem hefur það í hendi sér að afstýra þessu, á bak við hverja hælisumsókn sem synjað er eru manneskjur. Á bak við viðmið útlendingastofu er fólk sem samdi þau. Á bak við framkvæmdavaldið eru kjörnir fulltrúar sem geta gripið í taumana. Það er fólk á bak við þá ákvörðun að endurskoða ekki þá einstæðu afstöðu Íslands að ástandið sé betra í Venesúela. Það er val að það skuli ekki gert þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarnefndar Sameinuðu Þjóðanna að ástand mannréttinda sé að versna, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandarískra stjórnvalda um að ástandið hafi ekki batnað, þrátt fyrir að nú nálgast fjöldi flóttamanna 8 milljónir - þá er fólk sem ákveður að ekki skuli bakkað með það að hælisleitendur frá Venesúela geti bara víst farið heim. Að breyta um afstöðu til hælisleitenda frá Venesúela krefst ekki kúvendingar í málefnum hælisleitenda. Í ljósi þess að hér eru hundruðir sem komu landsins meðan stefna stjórnvalda var allt önnur, eru forsendur til að endurskoða afstöðu stjórnvalda. Í ljósi þeirra alþjóðlegu skýrslna sem út hafa komið frá því í mars þegar ÚTL gaf út sitt endurmat, eru forsendur til þess að endurskoða afstöðu yfirvalda. Þaðkrefst ekki lagabreytinga að afstýra þessari hörmung - það þarf bara að uppfæra viðmið einnar stofnunar - að taka tillit til þess sem allar alþjóðlegar stofnanir virðast sammála um. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sál sinni? Ég er ekki alveg viss hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri afstöðu að einhvern vegin sé betra fyrir Ísland að vísa þessu fólki burt. En eru þeir sem að baki því standa virkilega sannfærðir um að það sé kostnaðarins virði? Ef við stöndum hjá og segjum ekkert, berum við þá ekki líka einhverja ábyrgð? Það er ekki of seint að afstýra þeim harmleik sem blasir við, við höfum það í hendi okkar. Höfundur er prestur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun