Viðskipti innlent

Bein út­sending: Haust­fundur Lands­virkjunar - Leyfum okkur græna fram­tíð

Atli Ísleifsson skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm

„Leyfum okkur græna framtíð“ er yfirskrift haustfundar Landsvirkjunar sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Fundurinn hefst klukkan níu og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. 

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að á fundinum verði fjallað um allt það helsta í þróun orkumála á Íslandi. Að þessu sinni verði sjónum meðal annars beint að broguðu leyfisveitingaferli, raforkueftirspurn næstu áratugina, orkuskiptum og áhrifum fullselds raforkukerfis.

Hægt að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Gert er ráð fyrir að hann standi frá klukkan 9 til 10:30.

Dagskrá

  • Ávarp. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Vinnur tíminn með okkur? Um leyfisveitingaferli virkjana. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis
  • Þegar orkan er uppseld - áskoranir og tækifæri. Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri Vatnsafls
  • Orkuskiptasýn til 2035. Sveinbjörn Finnsson, forstöðumaður verkefnaþróunar
  • Okkar sýn á raforkueftirspurn til 2035. Jónas Hlynur Hallgrímsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða

Þátttakendur í pallborðsumræðum:

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri
  • Hörður Arnarson forstjóri

Fundarstjóri:

  • Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×