Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. október 2023 07:01 Strákarnir í Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér sameiningu Njarðvíkur og Keflavíkur. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi reyndu að svara stóru spurningunum í Framlengingunni í þætti föstudagsins. Þar spurði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, meðal annars um það hvort sameina ætti Keflavík og Njarðvík. Í síðustu viku birtust fréttir af því að margir af hörðustu stuðningsmönnum Njarðvíkur væru farnir að velta fyrir sér möguleikanum á að sameina liðin tvö. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin kemur upp og verður áhugavert að fylgjast með því hvort málið komist lengra en bara í hugmyndavinnu. Ómar Örn Sævarsson og Helgi Már Magnússon voru sérfræðingar þáttarins á föstudaginn og fengu það erfiða verkefni að reyna að svara þeirri spurningu um hvort sameina eigi liðin. „Nei. Ég myndi alveg skilja það að sameina yngri flokkana og ég held að það væri sniðugt upp á margt fyrir Reykjanesbæ,“ svaraði Ómar Örn. „Gáfulegt væri auðvitað fyrir Reykjanesbæ að sameina upp á að halda utan um þetta, það væru fleiri einstaklingar í þessu og stærra batterí, en ég myndi ekki vilja láta sameina þetta bara út af sögunni. Ég vil halda Njarðvík og Keflavík.“ Helgi Már var hins vegar ekki sammála Ómari. „Þetta hefur gengið hjá öðrum,“ sagði Helgi þegar Stefán Árni minntist á danska knattspyrnuliðið FCK. „Þetta er endalaust í íþróttum verið að sameina hitt og þetta en það stoppar alltaf á sama hlutnum, sem er nafnið. Ég get ímyndað mér að þetta stoppi líka þar hjá Njarðvík og Keflavík. Þetta mun stoppa þar myndi ég giska á. En ég veit að Teitur [Örlygsson] hefur ákveðna skoðun á þessu máli og ég ætla bara að hoppa á hana. Honum finnst að það eigi að sameina og hann er einn af þeim sem er búinn að liggja í stjórn, þjálfun, yngri flokkum og öllum pakkanum. Ef Teitur segir að honum finnist eina vitið að sameina að þá ætla ég að hoppa á þann vagn,“ bætti Helgi við, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira
Í síðustu viku birtust fréttir af því að margir af hörðustu stuðningsmönnum Njarðvíkur væru farnir að velta fyrir sér möguleikanum á að sameina liðin tvö. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin kemur upp og verður áhugavert að fylgjast með því hvort málið komist lengra en bara í hugmyndavinnu. Ómar Örn Sævarsson og Helgi Már Magnússon voru sérfræðingar þáttarins á föstudaginn og fengu það erfiða verkefni að reyna að svara þeirri spurningu um hvort sameina eigi liðin. „Nei. Ég myndi alveg skilja það að sameina yngri flokkana og ég held að það væri sniðugt upp á margt fyrir Reykjanesbæ,“ svaraði Ómar Örn. „Gáfulegt væri auðvitað fyrir Reykjanesbæ að sameina upp á að halda utan um þetta, það væru fleiri einstaklingar í þessu og stærra batterí, en ég myndi ekki vilja láta sameina þetta bara út af sögunni. Ég vil halda Njarðvík og Keflavík.“ Helgi Már var hins vegar ekki sammála Ómari. „Þetta hefur gengið hjá öðrum,“ sagði Helgi þegar Stefán Árni minntist á danska knattspyrnuliðið FCK. „Þetta er endalaust í íþróttum verið að sameina hitt og þetta en það stoppar alltaf á sama hlutnum, sem er nafnið. Ég get ímyndað mér að þetta stoppi líka þar hjá Njarðvík og Keflavík. Þetta mun stoppa þar myndi ég giska á. En ég veit að Teitur [Örlygsson] hefur ákveðna skoðun á þessu máli og ég ætla bara að hoppa á hana. Honum finnst að það eigi að sameina og hann er einn af þeim sem er búinn að liggja í stjórn, þjálfun, yngri flokkum og öllum pakkanum. Ef Teitur segir að honum finnist eina vitið að sameina að þá ætla ég að hoppa á þann vagn,“ bætti Helgi við, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík?
Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Sjá meira