Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Friðleifur Guðmundsson skrifar 5. október 2023 16:00 Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun