Með hálendið í hjartanu Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 5. október 2023 12:01 Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun