Viðskipti innlent

Bjóða al­­menningi á þver­n­or­rænt hakka­þon um fram­tíð haf­svæða

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Heiða segir að á hakkaþoninu verði lausna leitað á framtíðar nýtingu sjávarsvæða.
Heiða segir að á hakkaþoninu verði lausna leitað á framtíðar nýtingu sjávarsvæða.

Ís­lenski sjávar­klasinn skipu­leggur „hakka­þon“ næstu daga þar sem ein­staklingar hvaða­næva af Norður­löndum koma saman til að þróa sjálf­bæra leið til að deila haf­svæðum. Að sögn fram­kvæmda­stjóra Sjávar­kla­sans kann að vera stutt í að stjórn­völd þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráð­stafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum.

„Við munum leiða saman ó­líka hópa fólks af Norður­löndum, í sam­starfi við Nor­dic In­novation, í Reykja­vík og á Reykja­nesi þar sem mark­miðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sam­eigin­legrar nýtingar á út­hafs­svæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helga­dóttir og Alexandra Leeper, fram­kvæmda­stjórar Ís­lenska Sjávar­kla­sans.

Þær segja Norð­menn komna lengra í slíkum málum en Ís­lendinga og nefna sem dæmi hvernig Norð­menn hafi endur­nýtt olíu­bor­palla undir annars konar starf­semi. Sem dæmi verði hægt að sam­nýta starf­semi fisk­eldis, ferða­mennsku og orku­vinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávar­pláss verði æ meira að­kallandi í fram­tíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu land­rými.

„Hug­myndin er sú að sam­nýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starf­semi. Þetta er eitt­hvað sem verður meira að­kallandi í fram­tíðinni á norður­slóðum, þar sem starf­semi getur unnið saman þvert á geira.“

Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið fram­kvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auð­linda­garð HS Orku við Reykja­nes­virkjun. Þar vinna fyrir­tæki saman þvert á geira en Auð­linda­garðurinn verður meðal annars heim­sóttur af hópinum í hakka­þoni Sjávar­kla­sans á fimmtu­dag.

Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur.

„Hópurinn kemur úr mis­munandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heim­sækja ýmis­konar fyrir­tæki á Reykja­nesi á fimmtu­dag. Mark­miðið er að hugsa ein­hverjar lausnir í þessa átt. Á föstu­dag verður svo öllum boðið að koma til okkar í hús­næði Ís­lenska sjávar­kla­sans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna af­rakstur sinnar vinnu.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×