Bjóða almenningi á þvernorrænt hakkaþon um framtíð hafsvæða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2023 06:46 Heiða segir að á hakkaþoninu verði lausna leitað á framtíðar nýtingu sjávarsvæða. Íslenski sjávarklasinn skipuleggur „hakkaþon“ næstu daga þar sem einstaklingar hvaðanæva af Norðurlöndum koma saman til að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Að sögn framkvæmdastjóra Sjávarklasans kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum. „Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“ Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“
Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira