Fjórir hljóta viðurkenningar Íslenska sjávarklasans Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. mars 2023 19:14 Í tilkynningu kemur fram að það sem einkenni þau sem hljóta viðurkenningarnar að þessu sinni er að þau hafa öll stuðlað að eflingu nýsköpunar og samstarfs, opnað fleiri möguleika fyrir nýsköpunarfyrirtæki eða styrkt samkeppnisstöðu þeirra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Íslenski sjávarklasinn Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, -orku og loftslagsráðherra veitti í dag, þriðjudaginn 21. mars, fjórar viðurkenningar til fólks eða fyrirtækja sem eflt hefur samstarf og nýsköpun innan Sjávarklasans. Viðurkenningarnar voru veittar í Húsi sjávarklasans. Íslenski sjávarklasinn veitir á hverju ári sérstakar viðurkenningar til einstaklinga eða fyrirtækja sem stuðlað hafa með einhverju móti að samstarfi og nýsköpun í bláa hagkerfinu eða eflt hringrásarhagkerfið. Að þessu sinni hljóta fjórir aðilar þessa viðurkenningu. Í tilkynningu kemur fram að það sem einkenni þau sem hljóta viðurkenningarnar að þessu sinni er að þau hafa öll stuðlað að eflingu nýsköpunar og samstarfs, opnað fleiri möguleika fyrir nýsköpunarfyrirtæki eða styrkt samkeppnisstöðu þeirra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Í fyrsta lagi hlýtur Ólöf Tryggvadóttir frumkvöðull viðurkenningu fyrir að nýta fjölbreytt íslensk hráefni í vörur sínar hjá frumkvöðlafyrirtækinu Eylíf. Þannig hefur Ólöf búið til tækifæri fyrir ýmsa aðra framleiðendur á einstökum hráefnum úr náttúruauðlindum Íslands. Þá hefur Ólöf verið afar áhugasöm um að deila reynslu sinni og þekkingu til annarra frumkvöðla í klasanum og þannig hefur hún verið góð fyrirmynd um samstarf og samvinnu í Sjávarklasanum. Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur hefur áratuga reynslu á sviði sjávarútvegs og á alþjóðavettvangi fiskimála. Þegar Kristján flutti skrifstofu sína í Hús sjávarklasans urðu frumkvöðlar í klasanum þess fljótt varir að með honum kom mikið tengslanet og víðtæk þekking. Kristján hlýtur viðurkenningu klasans fyrir að hafa liðsinnt frumkvöðlum í klasanum við að koma hugmyndum í framkvæmd. Tengsl rótgróinna sjávarútvegsfyrirtækja og frumkvöðla hafa eflst enn frekar með tilkomu Kristjáns í Hús sjávarklasans. Danska markaðs- og almannatengslafyrirtækið Coplus hlýtur viðurkenningu Sjávarklasans fyrir að reynast afar traustur bakhjarl frumkvöðla. Coplus hefur boðið frumkvöðlum í Sjávarklasanum aðstoð án endurgjalds við að koma sér betur á framfæri á innlendum og erlendum mörkuðum. Þetta hefur reynst frumkvöðlum ómetanlegt. Coplus hefur aðstoðað mörg af öflugustu framleiðslufyrirtækjum landsins í markaðssetningu og ímyndarvinnu á alþjóðlegum mörkuðum en hefur um leið sýnt frumkvöðlum einstakan áhuga og liðsinnt þeim við að feta sín fyrstu skref á alþjóðamarkað. Loks fær Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans viðurkenningu klasans fyrir ómetanlegt starf í uppbyggingu náms í fiskeldi og eflingu tengsla klasans við Fisktækniskólann. Allt frá því Ólafur Jón hóf starfsemi Fisktækniskólans hefur hann verið ótrauður við að kynna ungu fólki tækifærin í sjávarútvegi og eflt áhuga og þekkingu á því sviði, ekki síst í fiskeldi. Samstarf klasans og Fisktækniskólans hefur verið einstakt og haft mikla þýðingu fyrir uppbyggingarstarf Íslenska sjávarklasans. Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Íslenski sjávarklasinn veitir á hverju ári sérstakar viðurkenningar til einstaklinga eða fyrirtækja sem stuðlað hafa með einhverju móti að samstarfi og nýsköpun í bláa hagkerfinu eða eflt hringrásarhagkerfið. Að þessu sinni hljóta fjórir aðilar þessa viðurkenningu. Í tilkynningu kemur fram að það sem einkenni þau sem hljóta viðurkenningarnar að þessu sinni er að þau hafa öll stuðlað að eflingu nýsköpunar og samstarfs, opnað fleiri möguleika fyrir nýsköpunarfyrirtæki eða styrkt samkeppnisstöðu þeirra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Í fyrsta lagi hlýtur Ólöf Tryggvadóttir frumkvöðull viðurkenningu fyrir að nýta fjölbreytt íslensk hráefni í vörur sínar hjá frumkvöðlafyrirtækinu Eylíf. Þannig hefur Ólöf búið til tækifæri fyrir ýmsa aðra framleiðendur á einstökum hráefnum úr náttúruauðlindum Íslands. Þá hefur Ólöf verið afar áhugasöm um að deila reynslu sinni og þekkingu til annarra frumkvöðla í klasanum og þannig hefur hún verið góð fyrirmynd um samstarf og samvinnu í Sjávarklasanum. Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur hefur áratuga reynslu á sviði sjávarútvegs og á alþjóðavettvangi fiskimála. Þegar Kristján flutti skrifstofu sína í Hús sjávarklasans urðu frumkvöðlar í klasanum þess fljótt varir að með honum kom mikið tengslanet og víðtæk þekking. Kristján hlýtur viðurkenningu klasans fyrir að hafa liðsinnt frumkvöðlum í klasanum við að koma hugmyndum í framkvæmd. Tengsl rótgróinna sjávarútvegsfyrirtækja og frumkvöðla hafa eflst enn frekar með tilkomu Kristjáns í Hús sjávarklasans. Danska markaðs- og almannatengslafyrirtækið Coplus hlýtur viðurkenningu Sjávarklasans fyrir að reynast afar traustur bakhjarl frumkvöðla. Coplus hefur boðið frumkvöðlum í Sjávarklasanum aðstoð án endurgjalds við að koma sér betur á framfæri á innlendum og erlendum mörkuðum. Þetta hefur reynst frumkvöðlum ómetanlegt. Coplus hefur aðstoðað mörg af öflugustu framleiðslufyrirtækjum landsins í markaðssetningu og ímyndarvinnu á alþjóðlegum mörkuðum en hefur um leið sýnt frumkvöðlum einstakan áhuga og liðsinnt þeim við að feta sín fyrstu skref á alþjóðamarkað. Loks fær Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans viðurkenningu klasans fyrir ómetanlegt starf í uppbyggingu náms í fiskeldi og eflingu tengsla klasans við Fisktækniskólann. Allt frá því Ólafur Jón hóf starfsemi Fisktækniskólans hefur hann verið ótrauður við að kynna ungu fólki tækifærin í sjávarútvegi og eflt áhuga og þekkingu á því sviði, ekki síst í fiskeldi. Samstarf klasans og Fisktækniskólans hefur verið einstakt og haft mikla þýðingu fyrir uppbyggingarstarf Íslenska sjávarklasans.
Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira