Sport

Blóðug slagsmál eftir NASCAR keppni um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Sanchez stóð upp blóðugur eftir höggið.
Nick Sanchez stóð upp blóðugur eftir höggið. Getty/Sean Gardner

Ósætti tveggja ökumanna um helgina endaði með slagsmálum „út á bílastæði“ eftir keppni.

Atvikið varð eftir kappakstur á Talladega Superspeedway í Lincoln í Alabama-fylki. Ökumennirnir höfðu lent í óhappi í kappakstrinum sjálfum eftir að Nick Sanchez keyrði inn í bíl Matt Crafton.

Bíll Matt Crafton skemmdist það mikið að hann gat ekki haldið áfram keppni en Sanchez gat haldið áfram og klárað keppnina.

Teymi Sanchez sagði þá við hann í talstöðvarkerfinu að hann yrði að vera skynsamari.

Eftir keppnin brutust síðan út blóðug slagsmál á milli þeirra Nick Sanchez og Matt Crafton fyrir fram bílskúrana.

Sanchez lá á eftir og síðan kom að fólk til að stía þeim í sundur. Það var mikill hiti í mönnum og það sá vel á andliti Sanchez eftir höggið.

Myndband af slagsmálunum fór á flug á vefmiðlum og þar má sjá Sanchez standa blóðugan upp um leið og hann bölvar Crafton. Sanchez gekk svo langt að hóta því að ætla að drepa hann á Homestead brautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×