Verður Kjartan Atli fyrsti þjálfarinn sem fær að fjúka? Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 11:33 Það var glatt á hjalla í upphitunarþætti körfuboltakvölds S2 Sport Nýliðum Álftaness er spáð góðu gengi í Subway-deild karla í vetur en liðið hefur styrkt sig mikið í sumar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir stöðuna á Álftanesi og Teitur velti því upp hvort Kjartan Atli yrði mögulega fyrsti þjálfarinn til að fá reisupassann í vetur. Kjartan Atli Kjartansson stýrði liði Álftaness til sigurs í 1. deildinni síðasta vor og lét í kjölfarið af störfum sem umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Stefán Árni Pálsson tók við keflinu og tók langt og innilegt viðtal við Kjartan sem fékk Teit Örlygsson til að hugsa. „Þið voruð svo hamingjusamir þarna tveir í restina, þá hugsaði ég: „Kannski verður Kjartan fyrsti þjálfarinn sem verður rekinn og þá verður Stebbi líka rekinn!“ Þið verðið ekki svona ánægðir þá.“ Klippa: Upphitun Subway körfuboltakvölds - Verður Kjartan Atli rekinn fyrstur? Stóra spurningamerkið í liði Álftaness er landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, sem hefur verið mikið meiddur síðustu ár. „Við köllum hann HHP, ég kalla hann stundum hHHP, heill Haukur Helgi Pálsson er geggjaður leikmaður. “ - sagði Teitur Örlygsson „En er þetta ekki risavaxinn „X-factor“ aftur á móti í liðinu?“ Spurði Stefan Árni á móti? Sérfræðingarnir voru sammála um að Haukur Helgi myndi styrkja liðið á báðum endum vallarins óháð því hversu heill hann er. Meira að segja 75 prósent heill væri hann einn besti leikmaðurinn í deildinni. Þá væri hann búinn að koma sér vel inn í samfélagið á Álftanesi sem væri ómetanlegt. Hópurinn hjá Álftanesi er stór og koma Hauks Helga og Harðar Axels gefur mönnum byr undir báða vængi og ljóst að hin liðin í deildinni reikna með þeim sterkum í vetur. „Engin pressa en allt fyrir neðan 4. sæti er vonbrigði fyrir þennan hóp.“ sagði Sævar Sævarsson léttur í lokin. Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Enski boltinn Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Þaggaði niður í sínum bestu vinum Fótbolti Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Kallaði liðsfélaga sinn tík í beinni Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson stýrði liði Álftaness til sigurs í 1. deildinni síðasta vor og lét í kjölfarið af störfum sem umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Stefán Árni Pálsson tók við keflinu og tók langt og innilegt viðtal við Kjartan sem fékk Teit Örlygsson til að hugsa. „Þið voruð svo hamingjusamir þarna tveir í restina, þá hugsaði ég: „Kannski verður Kjartan fyrsti þjálfarinn sem verður rekinn og þá verður Stebbi líka rekinn!“ Þið verðið ekki svona ánægðir þá.“ Klippa: Upphitun Subway körfuboltakvölds - Verður Kjartan Atli rekinn fyrstur? Stóra spurningamerkið í liði Álftaness er landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, sem hefur verið mikið meiddur síðustu ár. „Við köllum hann HHP, ég kalla hann stundum hHHP, heill Haukur Helgi Pálsson er geggjaður leikmaður. “ - sagði Teitur Örlygsson „En er þetta ekki risavaxinn „X-factor“ aftur á móti í liðinu?“ Spurði Stefan Árni á móti? Sérfræðingarnir voru sammála um að Haukur Helgi myndi styrkja liðið á báðum endum vallarins óháð því hversu heill hann er. Meira að segja 75 prósent heill væri hann einn besti leikmaðurinn í deildinni. Þá væri hann búinn að koma sér vel inn í samfélagið á Álftanesi sem væri ómetanlegt. Hópurinn hjá Álftanesi er stór og koma Hauks Helga og Harðar Axels gefur mönnum byr undir báða vængi og ljóst að hin liðin í deildinni reikna með þeim sterkum í vetur. „Engin pressa en allt fyrir neðan 4. sæti er vonbrigði fyrir þennan hóp.“ sagði Sævar Sævarsson léttur í lokin.
Körfubolti Subway-deild karla Mest lesið Árásarmaður úgöndsku hlaupakonunnar látinn Sport Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Sport Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Handbolti Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Fótbolti Fótboltamaður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi Fótbolti Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Íslenski boltinn Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Enski boltinn Hetja Tyrkja gegn Íslandi lifði af mikinn harmleik Fótbolti Þaggaði niður í sínum bestu vinum Fótbolti Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Kallaði liðsfélaga sinn tík í beinni Sjá meira