Gegn matarsóun Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. september 2023 08:00 Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í dag, 29. september, er Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn matarsóun. Þriðjungi alls matar sem framleiddur er í heiminum er sóað, samkvæmt gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru um 1,3 milljarðar tonna af mat sem ekki eru nýtt en hafa verið framleidd með tilheyrandi neikvæðum umhverfisáhrifum í framleiðsluferlinu. Stór hluti matar sem ekki er nýttur er svo urðaður, sem krefst mikils landsvæðis og leiðir til losunar gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsvandinn og áskoranir tengdar vernd líffræðilegrar fjölbreytni eru risastórar áskoranir og hluti af lausninni við þeim felst í sjálfbærari matvælaframleiðslu og ábyrgari nýtingu auðlinda, sem sagt: minni sóun. Meðal Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er markmið um ábyrga neyslu og framleiðslu, þar sem stefnt er að því að eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming. Þar segir einnig að bæta skuli nýtingu í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum, þ.m.t. við uppskeru. Stjórnvöld gegna mikilvægu hlutverki í þessu stóra verkefni. Á fundi norrænu ráðherranefndinnar í vor gáfu sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna út yfirlýsingu um að löndin stefndu að því sameiginlega markmiði að minnka matarsóun á Norðurlöndum um helming fyrir árið 2030. Þar kom einnig fram að ráðherrarnir undirstrikuðu að minnkun matarsóunar væri mikilvæg fyrir framkvæmd sjálfbærra og samkeppnishæfra matvælakerfa. Undir matvælaráðuneytið heyra margar stórar matvælaframleiðslugreinar og ljóst er að við verðum að stefna að betri nýtingu hráefnis í allri framleiðslukeðjunni. Það er ekki einfalt verkefni en það er gríðarlega mikilvægt. Í ráðuneyti mínu er unnið að ýmsum verkefnum sem ætlað er að stuðla að markmiðinu um minni matarsóun. Fyrst nefni ég að 15. nóvember verður haldið matvælaþing. Yfirskrift þingsins í ár er hringrásarhagkerfið, en í nýsamþykktri matvælastefnu til ársins 2040 kemur fram það markmið að hringrásarhagkerfið verði stutt með rannsóknum og þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða og stuðlað verði að minni matarsóun og minna kolefnisspori matvælaframleiðslu. Svipað markmið er að finna í landbúnaðarstefnu til 2040, þar sem lagt er til að lögð verði áhersla á þróun í fullvinnslu og fullnýtingu afurða, ásamt nýtingu á lífrænum efnum, og þannig stuðlað að minni sóun og minna kolefnisspori. Einnig má má nefna að samantekt um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landbúnaði og landgræðslu, ásamt tillögum að aðgerðum, var nýlega unnin fyrir matvælaráðuneytið. Lífbrjótanleg efni eru til dæmis úrgangur úr fiskeldi og húsdýraeldi og meðal markmiða þeirrar vinnu var að draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar. Það er mikilvægt að við séum öll meðvituð um þessar staðreyndir og þau áhrif sem við getum haft. Við þurfum að gera breytingar á okkar neyslumynstrum og framleiðendur matvæla þurfa að huga að því að minnka sóun eins og mögulegt er við framleiðsluna. Þó verkefnið sé stórt skipta öll skref í rétta átt máli. Með því að taka þau skref verndum við umhverfið, minnkum gróðurhúsaáhrif og tryggjum að framleiðslukerfi matvæla verði sjálfbærari. Það eru verðug markmið. Höfundur er matvælaráðherra.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun