Mun hata vin sinn meðan Ryder-bikarinn er í gangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2023 08:00 Justin Thomas og Rory McIlroy eru miklir vinir en vináttan víkur þegar þeir mætast í Ryder-bikarnum. getty/Jared C. Tilton Justin Thomas segir að hann muni hata góðvin sinn, Rory McIlroy, á meðan Ryder-bikarinn er í gangi. Þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í ár var Thomas valinn í Ryder-lið Bandaríkjanna. Hann komst til að mynda ekki í gegnum niðurskurðinn á þremur af fjórum risamótum ársins. Fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins, Zach Johnson, leit framhjá því og valdi Thomas, meðal annars vegna góðrar frammistöðu hans í Ryder-keppnum fyrri ára. Thomas er góður vinur McIlroys sem er í evrópska Ryder-liðinu. Vináttan víkur þó meðan Ryder-bikarinn er í gangi. „Ég elska Rory og okkur kemur mjög vel saman. En við höfum mæst í Ryder-bikarnum og hötuðum hvorn annan í átján holur. Þetta er ekkert persónulegt. Ef konan mín myndi spila fyrir hitt liðið í Ryder-bikarnum myndi ég líka þrá að vinna hana,“ sagði Thomas. Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Bein útsending verður frá mótinu á Vodafone Sport alla keppnisdagana. Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í ár var Thomas valinn í Ryder-lið Bandaríkjanna. Hann komst til að mynda ekki í gegnum niðurskurðinn á þremur af fjórum risamótum ársins. Fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins, Zach Johnson, leit framhjá því og valdi Thomas, meðal annars vegna góðrar frammistöðu hans í Ryder-keppnum fyrri ára. Thomas er góður vinur McIlroys sem er í evrópska Ryder-liðinu. Vináttan víkur þó meðan Ryder-bikarinn er í gangi. „Ég elska Rory og okkur kemur mjög vel saman. En við höfum mæst í Ryder-bikarnum og hötuðum hvorn annan í átján holur. Þetta er ekkert persónulegt. Ef konan mín myndi spila fyrir hitt liðið í Ryder-bikarnum myndi ég líka þrá að vinna hana,“ sagði Thomas. Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Bein útsending verður frá mótinu á Vodafone Sport alla keppnisdagana.
Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Segja Andra Lucas til sölu Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira