Við getum víst hindrað laxastrok Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 27. september 2023 08:31 Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum? Sjókvíaeldi er ekki einsdæmi á Íslandi og vandamálið sem við stöndum nú frammi fyrir ekki heldur. Alþjóðasamfélagið hefur gefið út ISO staðal nr. 16488:2015 sem byggir á eldri norskum staðli. Þar er m.a. fjallað um hönnun sjókvía t.d. með tilliiti til aðstæðna, útlistað hvernig eftirliti með þeim skal háttað, hvaða innri úttektir skulu fara fram, hvaða kröfur net og annar búnaður skal uppfylla o.s.frv.. Með því er viðurkennt að eldi í sjó er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju heimsins en að það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum rekstri. Í útgáfu staðalsins felst að allir bestu sérfræðingar greinarinnar á heimsvísu, hafa komið sér saman um bestu aðferðir við að halda laxi í kvíunum. Aðferðafræðin fæst svo vottuð af óháðum þriðja aðila, sem bæði tryggir árangur og auðveldar eftirlitshlutver MAST. Nú skal ekki lagt mat á það hvort kröfur til rekstraraðila eru of linar eða eftirliti ábótavant hér á landi þó þær raddir hafi heyrst. Það er hins vegar öruggt að með því að gera kröfur um að sjókvíar væru hannaðar skv. kröfum ISO 16488:2015 og reknar eftir því kerfi sem í staðlinum er lagt upp með, þá gerðum við allt sem í okkar valdi stæði til að hindra strok á laxi og notuðum til þess aðferðir sem bestu sérfræðingar á sviðinu, á heimsvísu, hafa gefið leiðbeiningar um. Valið um að gera betur og tryggja ásættanlega útkomu á þessu sviði eða öðrum er þó alltaf löggjafans eða eftir atvikum þeirra sem gera kröfur í viðkomandi grein um öryggi, virkni og árangur. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst sláandi fréttir af því sem virðist verulegt umfang laxastroks úr sjókvíum við strendur landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Landssambands fiskeldisstöðva í greinargerð sem finna má á vef Stjórnarráðsins undir heitinu „Nokkrar staðreyndir um fiskeldi í sjó“ um að strok sé algjör undantekning, þá er það staðreynd að kvíarnar halda ekki fiskinum eins og þeim er ætlað, hann sleppur út og gengur upp í árnar. En af hverju halda sjókvíarnar ekki laxinum? Sjókvíaeldi er ekki einsdæmi á Íslandi og vandamálið sem við stöndum nú frammi fyrir ekki heldur. Alþjóðasamfélagið hefur gefið út ISO staðal nr. 16488:2015 sem byggir á eldri norskum staðli. Þar er m.a. fjallað um hönnun sjókvía t.d. með tilliiti til aðstæðna, útlistað hvernig eftirliti með þeim skal háttað, hvaða innri úttektir skulu fara fram, hvaða kröfur net og annar búnaður skal uppfylla o.s.frv.. Með því er viðurkennt að eldi í sjó er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju heimsins en að það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum rekstri. Í útgáfu staðalsins felst að allir bestu sérfræðingar greinarinnar á heimsvísu, hafa komið sér saman um bestu aðferðir við að halda laxi í kvíunum. Aðferðafræðin fæst svo vottuð af óháðum þriðja aðila, sem bæði tryggir árangur og auðveldar eftirlitshlutver MAST. Nú skal ekki lagt mat á það hvort kröfur til rekstraraðila eru of linar eða eftirliti ábótavant hér á landi þó þær raddir hafi heyrst. Það er hins vegar öruggt að með því að gera kröfur um að sjókvíar væru hannaðar skv. kröfum ISO 16488:2015 og reknar eftir því kerfi sem í staðlinum er lagt upp með, þá gerðum við allt sem í okkar valdi stæði til að hindra strok á laxi og notuðum til þess aðferðir sem bestu sérfræðingar á sviðinu, á heimsvísu, hafa gefið leiðbeiningar um. Valið um að gera betur og tryggja ásættanlega útkomu á þessu sviði eða öðrum er þó alltaf löggjafans eða eftir atvikum þeirra sem gera kröfur í viðkomandi grein um öryggi, virkni og árangur. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar