… hver er á bakvakt? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 26. september 2023 16:00 Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn. Bakvaktir eru hjá lögreglu, slökkviliði, almannavörnum, björgunarsveitum, sveitastjórnarfólki þegar almannahætta steðjar að samfélaginu með einhverjum hætti. Þarna er kannski komin “þriðja vaktin” sú sem yfir okkur vakir og við treystum á. Fólkið á bakvöktum og í allri vaktavinnunni tekur á móti öllu fólki sem til þess leita, kyn, staða, stétt, hneigð skiptir engu máli. Allir eru jafnir. EN einn hópur er skilin útundan og miða ég við það sem ég þekki til. Það er táknmálsfólkið og um þá brotalöm ætla ég að fjalla hér. Kannski gleymdist þetta atriði eða kannski mun það opna augu þeirra sem völdin hafa og verða til þess að skref í átt til hins betra og réttlátari bakvaktar fyrir okkur táknmálsfólkið verði tekin, við finnum fyrir ákveðnu öryggi og því mun verða fagnað. Fyrir aðeins nokkrum árum síðan þá gátum við táknmálsfólkið treyst á að ef við þyrftum svo ólukkulega að leita til bráðamóttöku að táknmálstúlkur komi og það er vel skilyrt í lögum um réttindi sjúklinga að við eigum skýlausan rétt á táknmálstúlki í samskiptum okkar við lækna og hjúkrunarfólk um sjúkdóm/veikindi okkar. En svo var breytt (ekki lögunum heldur pöntunarferlið að fá táknmálstúlk) og Neyðarlínan 112 tók yfir að sjá um að annast táknmálstúlka pantanir sem komu utan almenns dagvinnutíma á virkum dögum. Pöntun um táknmálstúlk varð að berast frá sjúkrastofnunni. Það gekk ekki mjög vel og þar sem við getum sjálf sent sms skilaboð á 112 þá getum við líka óskað eftir táknmálstúlk. Þetta gerist aðallega þegar við erum stödd á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Neyðarlínuteymi 112 hefur yfir að ráða lista yfir táknmálstúlka sem geta svarað fyrirspurninni/pöntun frá Neyðarlínuteyminu og mætt á bráðamóttökuna. Fyrirvari er oft engin og hafa táknmálstúlkar því alveg val hvort þeir verði við beiðninni eða svara ekki og mæta ekki. Þeim er engin skylda gerð að svara. Þeir eru EKKI Á BAKVAKT. Þeim er ekki greidd nein laun fyrir að vera á bakvakt. Í stuttu máli þá er enginn táknmálstúlkur á bakvakt. Það er hið versta mál fyrir táknmálsfólkið og elur bara af sér ójafnræði og óöryggi. Þarna er táknmálsfólk sett í mjög óþægilegar aðstæður. Það er óþægilegt að mæta eftir dagvinnutíma á bráðamóttöku axlarbrotin með mögulega blæðingu í hnakka/höfuð eftir fall og fá engan táknmálstúlk til að geta átt samskipti og skilið allt sem læknirinn/hjúkrunarfólkið er að segja og jafnvel geta líka sagt líðan manns sjálfs á táknmáli, því máli sem manni er tamast og getur tjáð sig sem mest á og notar dagsdaglega í öllum samskiptum sínum. Þarna eru læknar og hjúkrunarfólk líka sett í óþægilegar aðstæður; að geta ekki átt góð og réttlát samskipti við sjúkling sinn og verið viss um að leiðbeiningar/ráðleggingar um lyf, aðgerð, meðferð og eftirfylgni séu skiljanlegar. Þarna í þessu ferli má sjá að lög um réttindi sjúklinga og ferli að fá táknmálstúlk eru ekki í takt. Þetta er sem sagt óviðunandi ástand fyrir alla sem að þessu koma. Það er alveg á hreinu að þetta þarf að bæta og það er örugglega hægt að gera það með einu pennastriki. Kannski er þetta eitthvað sem er falið óréttlæti í samfélaginu sem þarfnast úrbóta. Þannig að við þá sem hafa völdin og geta lagað þetta segi ég bara: “Lagið þetta!” ykkur verður ekki meint af því. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun