Formúla 1

Fyrsta konan í fimm ár til að aka fyrir Formúlu 1 lið

Aron Guðmundsson skrifar
Jessica Hawkins fyrir framan bíl Aston Martin
Jessica Hawkins fyrir framan bíl Aston Martin Vísir/Skjáskot

Jessi­ca Hawkins ók fyrir For­múlu 1 lið Aston Martin í prófunum liðsins í Ung­verja­landi á dögunum og varð um leið fyrsta konan í rúm fimm ár til þess að taka þátt í prófunum innan For­múlu 1 mótaraðarinnar.

Aston Martin hyllir Hawkins, í til­kynningu á heima­síðu sinni, fyrir frá­bæra frammi­stöðu í prófununum.

Þessi 28 ára gamli breski öku­maður ók alls 26 hringi um Hungar­or­ing brautina í Búda­pest á fimmtu­daginn í síðustu viku á AMR21 bíl Aston Martin í prófunum sem hún og Feli­pe Drugovich óku í.

Hawkins er þessi dægrin á fullu í undir­búningi sínum fyrir F1 A­cademy móta­röðina, móta­röð sem er ætlað að ryðja veginn fyrir konur í For­múlu 1 en enn sem komið er hafa að­eins tvær konur tekið þátt í keppni á vegum mótaraðarinnar.

Lella Lom­bardi og Maria Teresa de Filippis eru einu tvær konurnar, til þessa, sem hafa keppt í For­múlu 1. Þá var Tatiana Cald­erón síðasta konan, fyrir þátt­töku Hawkins í prófunum í síðustu viku, til þess að taka þátt í prófunum í For­múlu 1. Það gerði hún ári 2018 fyrir lið Sauber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×