Óli tölva segir enga hættu stafa af iPhone 12 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. september 2023 00:04 Ólafur Kristjánsson hefur hlotið viðurnefnið Óli tölva. Bylgjan Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva eins og hann er gjarnan kallaður, segir enga ættu stafa af farsímanum iPhone 12, en frönsk stjórnvöld felldu snjallsímann nýlega á geislunarprófi. Tæknifyrirtækið Apple hét því í vikunni að hugbúnaður í snjallsímum iPhone 12 í landinu yrði uppfærður eftir að síminn stóðst ekki geislunarpróf. Þá sagðist fyrirtækið ósátt við niðurstöðuna en síminn hafði þegar verið í sölu í landinu í þrjú ár. Í rannsóknum á snjallsímanum hefur ekki tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr tækinu á heilsu fólks. Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Reykjavík síðdegis og svaraði spurningum um málið. „Stutta svarið er nei, það er engin hætta af þessu,“ segir Óli, aðspurður hreint út hvort snjallsíminn af tegundinni 12 væri hættulegur. „Þetta er bara einhver geislun sem er í gangi sem er samkvæmt einhverjum stöðlum yfir mörkum. Það eru svokallaðir SAR-staðlar, þeir eiga að vera fjórir.“ Óli segir frönsk yfirvöld hafa komist að því að SAR-stuðullinn á iPhone 12 hafi verið 5,6, sem þó sé langt undir hættumörkum. „Og þeir sjá að af því að þetta nær ekki þessum skrifuðu stöðlum þarna þá er náttúrlega komin smá stimplamenning og menn vilja bara banna þetta eða alla vega setja út á þetta,“ segir Óli. Hann segir Apple nú ætla að senda út hugbúnaðaruppfærslu í alla iPhone 12 síma í landinu sem eigi að rétta stuðulinn af og mögulega til þess að róa niður sögusagnir um skaðsemi geislunarinnar. „Það getur kannski líka verið einhver samsæriskenning í því að það sé verið hrista svolítið upp í Frökkum að fara að uppfæra upp í iPhone fimmtán úr tólf,“ segir hann. Óli ræddi að auki tækninýjungar Apple og Evrópusambandsins, agóritma og réttmæti upplýsinga á netinu í Reykjavík síðdegis. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Reykjavík síðdegis Apple Tækni Frakkland Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknifyrirtækið Apple hét því í vikunni að hugbúnaður í snjallsímum iPhone 12 í landinu yrði uppfærður eftir að síminn stóðst ekki geislunarpróf. Þá sagðist fyrirtækið ósátt við niðurstöðuna en síminn hafði þegar verið í sölu í landinu í þrjú ár. Í rannsóknum á snjallsímanum hefur ekki tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr tækinu á heilsu fólks. Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Reykjavík síðdegis og svaraði spurningum um málið. „Stutta svarið er nei, það er engin hætta af þessu,“ segir Óli, aðspurður hreint út hvort snjallsíminn af tegundinni 12 væri hættulegur. „Þetta er bara einhver geislun sem er í gangi sem er samkvæmt einhverjum stöðlum yfir mörkum. Það eru svokallaðir SAR-staðlar, þeir eiga að vera fjórir.“ Óli segir frönsk yfirvöld hafa komist að því að SAR-stuðullinn á iPhone 12 hafi verið 5,6, sem þó sé langt undir hættumörkum. „Og þeir sjá að af því að þetta nær ekki þessum skrifuðu stöðlum þarna þá er náttúrlega komin smá stimplamenning og menn vilja bara banna þetta eða alla vega setja út á þetta,“ segir Óli. Hann segir Apple nú ætla að senda út hugbúnaðaruppfærslu í alla iPhone 12 síma í landinu sem eigi að rétta stuðulinn af og mögulega til þess að róa niður sögusagnir um skaðsemi geislunarinnar. „Það getur kannski líka verið einhver samsæriskenning í því að það sé verið hrista svolítið upp í Frökkum að fara að uppfæra upp í iPhone fimmtán úr tólf,“ segir hann. Óli ræddi að auki tækninýjungar Apple og Evrópusambandsins, agóritma og réttmæti upplýsinga á netinu í Reykjavík síðdegis. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Apple Tækni Frakkland Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira