Körfubolti

Stelpnanna bíður erfitt verkefni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir, körfuboltakona ársins 2022.
Sara Rún Hinriksdóttir, körfuboltakona ársins 2022. vísir/hulda margrét

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta datt ekki beint í lukkupottinn þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2025.

Ísland er í F-riðli ásamt Tyrklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Tyrkir eru í 14. sæti heimslistans, Slóvakar í 28. sæti og Rúmenar í því 54. Íslendingar eru í 65. sæti heimslistans. Ísland var í 7. styrkleikaflokki, Tyrklandi öðrum, Slóvakía þriðja og Rúmenía sjötta.

Undankeppni EM hefst í nóvember næstkomandi og lýkur í febrúar 2025. Einnig verður leikið í nóvember 2024.

Sextán lið komast á EM sem verður haldið í Tékklandi, Þýskalandi, Grikklandi og Ítalíu. Tólf sæti eru því í boði í lokakeppninni. Þangað fara sigurvegarar riðlanna átta og liðin fjögur sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×