A'ja Wilson og Spaðarnir frá Las Vegas til alls líklegir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2023 20:00 A'ja Wilson ætlar sér að verða meistari annað árið í röð. Ethan Miller/Getty Images Hin 27 ára gamla A'ja Wilson lét til sín taka þegar Las Vegas Aces lagði Chicago Sky og tryggði sér sæti í undanúrslitum WNBA-deildarinnar í körfubolta. Wilson setti félagsmet yfir stig skoruð í leik í úrslitakeppninni en alls skoraði hún 38 stig í leiknum. A'ja Wilson og Spaðarnir frá Las Vegas eru til alls líklegir en liðið er ríkjandi meistari og hefur spilað frábærlega það sem af er tímabili. Wilson er skærasta stjarna liðsins, sem og deildarinnar, en hún er að sama skapi með munninn fyrir neðan nefið. Hún lét til að mynda Joe Biden Bandaríkjaforseta heyra það eftir að hann fór með fleipur um meistaralið frá Las Vegas fyrr á árinu. Kraftframherjinn öflugi stefnir án efa að endurtaka leikinn frá því á síðasta ári en þá varð lið hennar meistari sem og hún var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar í 22 stiga sigrinum á Chicago Sky tryggði liðinu sæti í undanúrslitum og líkurnar á að Spaðarnir verji titil sinn. Wilson setti félagsmet með því að skora 38 stig en hún tók einnig 16 fráköst og varði fjögur skot. Another historic performance for @_ajawilson22 38 PTS, 16 REB, 4 BLK Set franchise-record for points scored in a playoff game 3rd player in #WNBA History to drop 35+ PTS & 15+ REB in the playoffs 5th straight semi-finals appearance 2023 #WNBAPlayoffs | @google pic.twitter.com/ZLiFMnmwGi— WNBA (@WNBA) September 17, 2023 Þá er hún aðeins þriðji leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 35 stig og taka 15 eða fleiri fráköst í einum og sama leiknum í úrslitakeppninni. Wilson er á leið í undanúrslit deildarinnar fimmta árið í röð en aðeins einu sinni hefur henni tekist að vinna titilinn. Hvort hún bæti við öðrum titli við magnaða ferilskrá sína kemur í ljós á næstu vikum. NBA WNBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
A'ja Wilson og Spaðarnir frá Las Vegas eru til alls líklegir en liðið er ríkjandi meistari og hefur spilað frábærlega það sem af er tímabili. Wilson er skærasta stjarna liðsins, sem og deildarinnar, en hún er að sama skapi með munninn fyrir neðan nefið. Hún lét til að mynda Joe Biden Bandaríkjaforseta heyra það eftir að hann fór með fleipur um meistaralið frá Las Vegas fyrr á árinu. Kraftframherjinn öflugi stefnir án efa að endurtaka leikinn frá því á síðasta ári en þá varð lið hennar meistari sem og hún var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar í 22 stiga sigrinum á Chicago Sky tryggði liðinu sæti í undanúrslitum og líkurnar á að Spaðarnir verji titil sinn. Wilson setti félagsmet með því að skora 38 stig en hún tók einnig 16 fráköst og varði fjögur skot. Another historic performance for @_ajawilson22 38 PTS, 16 REB, 4 BLK Set franchise-record for points scored in a playoff game 3rd player in #WNBA History to drop 35+ PTS & 15+ REB in the playoffs 5th straight semi-finals appearance 2023 #WNBAPlayoffs | @google pic.twitter.com/ZLiFMnmwGi— WNBA (@WNBA) September 17, 2023 Þá er hún aðeins þriðji leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 35 stig og taka 15 eða fleiri fráköst í einum og sama leiknum í úrslitakeppninni. Wilson er á leið í undanúrslit deildarinnar fimmta árið í röð en aðeins einu sinni hefur henni tekist að vinna titilinn. Hvort hún bæti við öðrum titli við magnaða ferilskrá sína kemur í ljós á næstu vikum.
NBA WNBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira