Landsbankahúsið Árni Tómas Ragnarsson skrifar 18. september 2023 09:30 Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Reykjavík Íslenskir bankar Árni Tómas Ragnarsson Tengdar fréttir Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31 Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Reyndar eru nú fyrir myndverk (frescur) á veggjum salarins og svo hafa stjórendur bankans verið svo klókir að láta hengja myndir á uppsetta lausa veggi/skilrúm í hluta salarins síðustu árin og hefur farið vel á því. Slík skilrúm hafa mikið verið notuð í öðrum söfnum til upphenginga listaverka. Ég tel það upplagt að salurinn verði notaður fyrir farandssýningar margra listamanna og myndi það lífga mjög upp á miðbæinn. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar koma í hugann, sýningar á verkum úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur, Gabríelu, Helga Þorgils, Kristjáns Guðmundssonar, Svövu Björns, Eggerts P. o.fl. o.fl. af afar hæfileikaríkum myndlistarmönnum okkar. Einnig mætti sýna úr safnaeign bankanna, sem er gríðarleg og lítt sýnileg öðrum en starfsfólki. En fyrir stuttu heyrði ég viðtal við Pétur Ármannsson arkitekt þar sem hann var spurður álits um framtíð þessa húss. Honum datt helst í hug að þetta væri upplagt húsnæði fyrir ráðuneyti!! Ég spyr; hvað er grárra og leiðinlegra en ráðuneyti? Hvað hefur það að gera í hjarta bæjarins? Pétur taldi svo sem að það kæmi líka til greina að nota húsið stöku sinnum fyrir myndlist, en almennt taldi hann öll tormerki á því að nota húsið undir myndlist og mátti skilja á honum að það væri erfitt að breyta húsinu til að þjóna þeim tilgangi. Hann rökstuddi það ekki frekar. En þannig eru mál með vexti að tvö af helstu listasöfnum landsins voru sett inn í annars vegar eldgamalt íshús við tjörnina og hins vegar gamalt pakkhús við höfnina. Þau hús virtust fyrirfram mjög óheppileg fyrir myndlistarsýningar, en með útsjónarsemi voru gerðar miklar breytingar á þessum húsum og eru þau nú til sóma og þjóna myndlistinni vel. Það þyrfti ekki að gera nándar eins miklar breytingar á afgreiðslusal Landsbankans, þar eru opin rými, góð birta og húsinu vel við haldið. Þar eru líka túristarnir í hjörðum; þeir hefðu sjálfsagt ekki mikinn áhuga á að heimsækja ráðuneytin frekar en aðrir. Ráðuneytin mætti svo sem geyma á efri hæðum hússins og í útbyggingum ef ráðunautin endilega vilja. Höfundur er læknir.
Davíð og Mogginn Ég hef lesið Moggann daglega frá því ég var 5 ára. Hann er ómissandi í lífi mínu. Ég er alinn upp í íhaldsfjölskyldu og við vorum öll ánægð með Moggann okkar. Svo kom Víetnamstríðið þegar ég var á táningsaldri og síðan beint í kjölfarið létu Kanarnir drepa Allende í Chile og arðrán þeirra í S-Ameríku jókst í sífellu undir herforingjastjórnum, sem létu drepa andstæðinga sína í þúsundatali. 14. september 2023 12:31
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun