Er tími jarðgangna undir stórborgina kominn? Elías B Elíasson skrifar 16. september 2023 14:30 Nýlega voru hér á ferð á vegum Betri samgagna tveir viðurkenndir sérfræðingar í borgarskipulagi, þau Maria Vassilakou og Brent Toderian. Í fyrirlestrum sínum lögðu þau bæði áherslu á manneskjulega þáttinn í skipulagi borga. Þau sjónarmið hafa líka orðið æ meir ráðandi í skipulagningu þéttbýlis á undanförnum árum, sérstaklega þar sem gera þarf fólk minna háð bílanotkun vegna þrengsla í borgum. Slagorðið sem dreif áfram Borgarlínuna: “Það þarf að fækka bílum“ sést varla lengur sem forgangsmarkmið á vettvangi skipulagsmála. Stjórnvöld fækka ekki bílum, það eru notendur þeirra, fólkið sjálft sem það gerir og fólkið á að vera í forgrunni. Borgarlínudraumurinn Borgarlína var í upphafi kynnt sem ein allsherjar töfralausn á samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Hún átti að vera hagkvæmur valkostur fyrir alla veita einkabílnum samkeppni og valda því að bílum á götunum fækkaði. Það myndi nægja að þétta byggðina kringum Borgarlínuleiðir og hamla umferð einkabíla. það er langt frá því að Borgarlína fái risið undir þeim væntingum. Útgangspunktur Borgarlínu er tækni til a flýta ferðum almenningsvagna en ekki það hvernig manneskjan ákveður fararmáta sinn. þar ræður mestu hve aðlaðandi fyrir einstaklinginn næsta umhverfi hans er, hve mikla þjónustu hann getur sótt í nærumhverfi sitt og hve gott aðgengi að öllu borgarsvæðinu almenningssamgöngur bjóða upp á. Gott aðgengi að miðborginni einni eins og Borgarlínan er ætluð til breytir litlu. Hugsa verður fyrir góðu aðgengi með almenningssamgöngum að öllu höfuðborgarsvæðinu og til þess þarf hæfilega þéttriðið net. Það er þannig heildar skipulagið, landnot og umhverfið sem mestu ráða. Sú þétting byggðar sem nú á sér stað hefur viðskiptahagsmuni Borgarlínu að leiðarljósi. Þó reynt sé að fá manneskjuleg svipmót á einstök hverfi, þá kemur slík bútasaumsaðferð ekki í stað heildstæðs sjálfbærs skipulags með manneskjuna í forgangi. Heildar skipulagið og samgöngunetið fyrir alla fararmáta þarf að skipuleggjast samhliða. Göngu og hjólastígarnir sem nú er verið að leggja eiga að sögn að þjóna Borgarlínu sem er lágreist markmið. Borgaryfirvöld sem stefna á að almenningssamgöngur verði meir ráðandi þáttur í fólksflutningum verða að setja upp viðameiri framtíðar sýn en Borgarlínuna eina. Umferð og geymsla bíla Því verður ekki á móti mælt að mikil umferð og víðáttumikil bílastæði eru hvorugt aðlaðandi umhverfi fyrir einstaklinginn. Komið er til móts við þetta sjónarmið með bílastæðum í kjöllurum húsa og það bætir verulega úr. Spurningin er hvernig best er að haga bílaumferðinni. Nú upp á síðkastið hafa verið kynntar stokkalausnir til að koma umferðinni undir yfirborðið og sýndar glæsilegar myndir af væntum árangri. Stokkar eru hins vegar afar dýr lausn og virka á mjög takmörkuðu svæði. Jarðgöng fyrir helstu umferðaræðar er mun metnaðarfyllri hugsun en göng hafa hingað til verið talin það dýr að af þeim hefur ekki orðið. Sem eitt dæmi af fleirum má nefna Öskjuhlíðargöng sem voru á áætlun og ein af forsendum þess að Landspítalanum var valinn sá staður, þar sem hann rís nú en síðan var hætt við þau. Það er slík röð ákvarðana sem veldur því umferðarástandi sem nú ríkir á Höfuðborgarsvæðinu. Tækni við jarðgangagerð er sífellt að gera þau hagkvæmari og tími kominn til að líta aftur á þau mál. Jarðgöng Jarðgöng eftir megin umferðarásum sem taka megnið af gegnumstreymisumferð um höfuðborgarsvæðið myndu létta stórlega á umferðarþunganum á yfirborði og gera alla vöruflutninga bæði um og gegnum svæðið margfalt hagkvæmari. Það er framkvæmd sem myndi ef til vill kosta á borð við tvær til fjórar Borgarlínur af dýrari gerðinni en gæti fjármagnað sig að verulegu leyti sjálf eins og Hvalfjarðargöng gerðu. Það er til mikils að vinna fyrir okkur á þessu landi að létta á umferðinni til hagsbóta fyrir flutninga vöru og þjónustu um og gegnum höfuðborgarsvæðið. Á því sviði gerir Borgarlína nákvæmlega ekkert og við höfum ekki Járnbrautir eða vatnaleiðir til að taka kúfinn eins og aðrar Evrópuþjóðir. Þjóðhagsleg áhrif umferðartafa lenda því mun harðar á okkur en öðrum og gegn því verðum við að vinna. Hér er þó ekki verið að mæla með því að ana áfram í blindni eins og gert var með dýru Borgarlínuna á sínum tíma. Sem betur fer uppgötvaðist það áður en farið var að framkvæma að ráði hve vanþroskuðum áætlunum sú ákvörðun byggðist á þannig að forsendubrestur varð þegar raunhæfur kostnaður fór að koma í ljós. Leiðin að hagkvæmni liggur í gegnum góðar áætlanir og á þeim verða lokaákvarðanir einnig að byggjast. Með vaxandi fólksfjölda kemur sá tími að færa verður umferð bíla að hluta undir yfirborð jarðar. Þann tíma þarf að sjá fyrir og mikilvægt að möguleikarnir séu skýrir þegar þar að kemur. Því þarf að setja upp frumáætlun um hugsanlegt netjarðgangna á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hafa til hliðsjónar og nýta þar úr það sem hagkvæmast er eftir því sem stórborgin vex og flutningar fólks og varnings um hana einnig. Hagkvæmni og umhverfisáhrif slíkra lausna getur komið á óvart. Ef til vill er þeirra tími kominn og jafnvel vel það. Að lokum Vel heppnað skipulag byggðar og umferðar byggir ekki á slagorðum eins og að bílar séu skaðvaldur. Markmið á þeim byggð leiða til að fólkið sem notar bíla og velferð þess er mætir afgangi. Hinn manneskjulegi þáttur þarf að vera í forgrunni og öll umferð fólks verður að flæða eins vel og kostur er. Heildar skipulagið þarf að taka mið af því og öll ráð sem hægt er að beita verða að vera á teikniborðinu og notast þegar hagkvæmt er. Það gildir um vegabætur, göngustíga, hjólastíga, mislæg gatnamót, jarðgöng og almenningssamgöngur. Innviðaráðherra hefur nú sett mörg jarðgöng í dreifbýli á teikniborðið. Gerum það líka fyrir höfuðborgarsvæðið og umhverfi þess. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýlega voru hér á ferð á vegum Betri samgagna tveir viðurkenndir sérfræðingar í borgarskipulagi, þau Maria Vassilakou og Brent Toderian. Í fyrirlestrum sínum lögðu þau bæði áherslu á manneskjulega þáttinn í skipulagi borga. Þau sjónarmið hafa líka orðið æ meir ráðandi í skipulagningu þéttbýlis á undanförnum árum, sérstaklega þar sem gera þarf fólk minna háð bílanotkun vegna þrengsla í borgum. Slagorðið sem dreif áfram Borgarlínuna: “Það þarf að fækka bílum“ sést varla lengur sem forgangsmarkmið á vettvangi skipulagsmála. Stjórnvöld fækka ekki bílum, það eru notendur þeirra, fólkið sjálft sem það gerir og fólkið á að vera í forgrunni. Borgarlínudraumurinn Borgarlína var í upphafi kynnt sem ein allsherjar töfralausn á samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Hún átti að vera hagkvæmur valkostur fyrir alla veita einkabílnum samkeppni og valda því að bílum á götunum fækkaði. Það myndi nægja að þétta byggðina kringum Borgarlínuleiðir og hamla umferð einkabíla. það er langt frá því að Borgarlína fái risið undir þeim væntingum. Útgangspunktur Borgarlínu er tækni til a flýta ferðum almenningsvagna en ekki það hvernig manneskjan ákveður fararmáta sinn. þar ræður mestu hve aðlaðandi fyrir einstaklinginn næsta umhverfi hans er, hve mikla þjónustu hann getur sótt í nærumhverfi sitt og hve gott aðgengi að öllu borgarsvæðinu almenningssamgöngur bjóða upp á. Gott aðgengi að miðborginni einni eins og Borgarlínan er ætluð til breytir litlu. Hugsa verður fyrir góðu aðgengi með almenningssamgöngum að öllu höfuðborgarsvæðinu og til þess þarf hæfilega þéttriðið net. Það er þannig heildar skipulagið, landnot og umhverfið sem mestu ráða. Sú þétting byggðar sem nú á sér stað hefur viðskiptahagsmuni Borgarlínu að leiðarljósi. Þó reynt sé að fá manneskjuleg svipmót á einstök hverfi, þá kemur slík bútasaumsaðferð ekki í stað heildstæðs sjálfbærs skipulags með manneskjuna í forgangi. Heildar skipulagið og samgöngunetið fyrir alla fararmáta þarf að skipuleggjast samhliða. Göngu og hjólastígarnir sem nú er verið að leggja eiga að sögn að þjóna Borgarlínu sem er lágreist markmið. Borgaryfirvöld sem stefna á að almenningssamgöngur verði meir ráðandi þáttur í fólksflutningum verða að setja upp viðameiri framtíðar sýn en Borgarlínuna eina. Umferð og geymsla bíla Því verður ekki á móti mælt að mikil umferð og víðáttumikil bílastæði eru hvorugt aðlaðandi umhverfi fyrir einstaklinginn. Komið er til móts við þetta sjónarmið með bílastæðum í kjöllurum húsa og það bætir verulega úr. Spurningin er hvernig best er að haga bílaumferðinni. Nú upp á síðkastið hafa verið kynntar stokkalausnir til að koma umferðinni undir yfirborðið og sýndar glæsilegar myndir af væntum árangri. Stokkar eru hins vegar afar dýr lausn og virka á mjög takmörkuðu svæði. Jarðgöng fyrir helstu umferðaræðar er mun metnaðarfyllri hugsun en göng hafa hingað til verið talin það dýr að af þeim hefur ekki orðið. Sem eitt dæmi af fleirum má nefna Öskjuhlíðargöng sem voru á áætlun og ein af forsendum þess að Landspítalanum var valinn sá staður, þar sem hann rís nú en síðan var hætt við þau. Það er slík röð ákvarðana sem veldur því umferðarástandi sem nú ríkir á Höfuðborgarsvæðinu. Tækni við jarðgangagerð er sífellt að gera þau hagkvæmari og tími kominn til að líta aftur á þau mál. Jarðgöng Jarðgöng eftir megin umferðarásum sem taka megnið af gegnumstreymisumferð um höfuðborgarsvæðið myndu létta stórlega á umferðarþunganum á yfirborði og gera alla vöruflutninga bæði um og gegnum svæðið margfalt hagkvæmari. Það er framkvæmd sem myndi ef til vill kosta á borð við tvær til fjórar Borgarlínur af dýrari gerðinni en gæti fjármagnað sig að verulegu leyti sjálf eins og Hvalfjarðargöng gerðu. Það er til mikils að vinna fyrir okkur á þessu landi að létta á umferðinni til hagsbóta fyrir flutninga vöru og þjónustu um og gegnum höfuðborgarsvæðið. Á því sviði gerir Borgarlína nákvæmlega ekkert og við höfum ekki Járnbrautir eða vatnaleiðir til að taka kúfinn eins og aðrar Evrópuþjóðir. Þjóðhagsleg áhrif umferðartafa lenda því mun harðar á okkur en öðrum og gegn því verðum við að vinna. Hér er þó ekki verið að mæla með því að ana áfram í blindni eins og gert var með dýru Borgarlínuna á sínum tíma. Sem betur fer uppgötvaðist það áður en farið var að framkvæma að ráði hve vanþroskuðum áætlunum sú ákvörðun byggðist á þannig að forsendubrestur varð þegar raunhæfur kostnaður fór að koma í ljós. Leiðin að hagkvæmni liggur í gegnum góðar áætlanir og á þeim verða lokaákvarðanir einnig að byggjast. Með vaxandi fólksfjölda kemur sá tími að færa verður umferð bíla að hluta undir yfirborð jarðar. Þann tíma þarf að sjá fyrir og mikilvægt að möguleikarnir séu skýrir þegar þar að kemur. Því þarf að setja upp frumáætlun um hugsanlegt netjarðgangna á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að hafa til hliðsjónar og nýta þar úr það sem hagkvæmast er eftir því sem stórborgin vex og flutningar fólks og varnings um hana einnig. Hagkvæmni og umhverfisáhrif slíkra lausna getur komið á óvart. Ef til vill er þeirra tími kominn og jafnvel vel það. Að lokum Vel heppnað skipulag byggðar og umferðar byggir ekki á slagorðum eins og að bílar séu skaðvaldur. Markmið á þeim byggð leiða til að fólkið sem notar bíla og velferð þess er mætir afgangi. Hinn manneskjulegi þáttur þarf að vera í forgrunni og öll umferð fólks verður að flæða eins vel og kostur er. Heildar skipulagið þarf að taka mið af því og öll ráð sem hægt er að beita verða að vera á teikniborðinu og notast þegar hagkvæmt er. Það gildir um vegabætur, göngustíga, hjólastíga, mislæg gatnamót, jarðgöng og almenningssamgöngur. Innviðaráðherra hefur nú sett mörg jarðgöng í dreifbýli á teikniborðið. Gerum það líka fyrir höfuðborgarsvæðið og umhverfi þess. Höfundur er verkfræðingur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun