Gangandi bergmálshellar Erna Mist skrifar 15. september 2023 12:30 Við lifum í heimi þar sem flestir geta ekki rökstutt staðhæfingarnar sem þeir láta frá sér því þeir vita ekki hvaðan þær koma. Þannig virka bergmálshellar; þeir mata mann einhverjum upplýsingum og síðan staðfestingum á þeim upplýsingum og síðan staðfestingum á því að þessar staðfestingar séu nógu áreiðanlegar til að maður þurfi ekki að velta þeim fyrir sér. Þessir algóritmar eru beinlínis hannaðir til að útrýma gagnrýnni hugsun, og án gagnrýnnar hugsunar erum við ekki einstaklingar heldur skrúfur í vél sem við köllum lýðræðislegt samfélag af einskærri óskhyggju, þegar við búum í raun við tækniræði sem mun á endanum þróast í stafrænt alræði. Þess vegna á maður ekki að taka mark á fólki með óhaggandi skoðanir og fastmótuð viðhorf, því þeir sem bera svarthvíta heimsmynd í höfði sér eru ekki menn heldur gangandi bergmálshellar. Vinstrimenn sem halda að hægri menn séu vondir eru gangandi bergmálshellar. Hægrimenn sem halda að vinstrimenn séu vitlausir eru gangandi bergmálshellar. Eldri kynslóðir sem halda að yngri kynslóðir eigi sér enginn gildi eru gangandi bergmálshellar. Frjálslyndir vinstrimenn sem halda að kristilegir demókratar séu rasistar eru gangandi bergmálshellar. Góða fólkið sem heldur að aðrir séu vonda fólkið eru gangandi bergmálshellar. Því dýpra sem maður flytur inn í eigin bergmálshelli því ólíklegri er maður til að geta átt samræður við einhvern annan en sjálfan sig, og því sannfærðari sem maður er um eigin sjónarmið því líklegri er maður til að afgreiða skoðanir sem stangast á við manns eigin sem rangar skoðanir og fólkið sem leggur þær fram sem vont fólk. Því þegar gagnrýnin hugsun er horfin úr heilanum verður svo erfitt að ímynda sér að heimurinn sé flóknari og margvíðari en maður heldur að hann sé. Þess vegna verður maður að efast eigin um sjónarmið, efast um eigin sannfæringu. Án efans er maður fangi hugmyndafræðinnar, fastmótaður eftir stafrænni uppskrift að fyrirsjáanlegum persónuleika. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar. Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Við lifum í heimi þar sem flestir geta ekki rökstutt staðhæfingarnar sem þeir láta frá sér því þeir vita ekki hvaðan þær koma. Þannig virka bergmálshellar; þeir mata mann einhverjum upplýsingum og síðan staðfestingum á þeim upplýsingum og síðan staðfestingum á því að þessar staðfestingar séu nógu áreiðanlegar til að maður þurfi ekki að velta þeim fyrir sér. Þessir algóritmar eru beinlínis hannaðir til að útrýma gagnrýnni hugsun, og án gagnrýnnar hugsunar erum við ekki einstaklingar heldur skrúfur í vél sem við köllum lýðræðislegt samfélag af einskærri óskhyggju, þegar við búum í raun við tækniræði sem mun á endanum þróast í stafrænt alræði. Þess vegna á maður ekki að taka mark á fólki með óhaggandi skoðanir og fastmótuð viðhorf, því þeir sem bera svarthvíta heimsmynd í höfði sér eru ekki menn heldur gangandi bergmálshellar. Vinstrimenn sem halda að hægri menn séu vondir eru gangandi bergmálshellar. Hægrimenn sem halda að vinstrimenn séu vitlausir eru gangandi bergmálshellar. Eldri kynslóðir sem halda að yngri kynslóðir eigi sér enginn gildi eru gangandi bergmálshellar. Frjálslyndir vinstrimenn sem halda að kristilegir demókratar séu rasistar eru gangandi bergmálshellar. Góða fólkið sem heldur að aðrir séu vonda fólkið eru gangandi bergmálshellar. Því dýpra sem maður flytur inn í eigin bergmálshelli því ólíklegri er maður til að geta átt samræður við einhvern annan en sjálfan sig, og því sannfærðari sem maður er um eigin sjónarmið því líklegri er maður til að afgreiða skoðanir sem stangast á við manns eigin sem rangar skoðanir og fólkið sem leggur þær fram sem vont fólk. Því þegar gagnrýnin hugsun er horfin úr heilanum verður svo erfitt að ímynda sér að heimurinn sé flóknari og margvíðari en maður heldur að hann sé. Þess vegna verður maður að efast eigin um sjónarmið, efast um eigin sannfæringu. Án efans er maður fangi hugmyndafræðinnar, fastmótaður eftir stafrænni uppskrift að fyrirsjáanlegum persónuleika. Höfundur er listmálari.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun