Eru þau geðveik? Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 13. september 2023 11:00 Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum síðan gaf deild klínískra sálfræðinga í Bretlandi út skýrslu í samvinnu við notendur geðheilbrigðisþjónustu sem kallast Vald-Ógn-Merking-Líkanið (e. Power Threat Meaning Framwork). Fimmtudaginn 14. september 2023 býður Rótin til vinnustofu á Grand Hótel með dr. Lucy Johnstone, sem er ráðgefandi klínískur sálfræðingur og annar aðalhöfundur þessa líkans. Með þessu líkani er ætlunin að hverfa af braut sjúkdómsvæðingar og geðgreininga en samþætta þess í stað fjölda rannsókna um hlutverk ýmiss konar valds í lífi fólks. Áhersla er lögð á hvernig misnotkun valds ógnar okkur og hvernig við sem manneskjur höfum lært að bregðast við slíkri ógn. Innan geðheilbrigðiskerfisins eru þessi viðbrögð við ógn (e. threat responses) gjarnan kölluð „einkenni“ en slík nálgun hefur sætt vaxandi gagnrýni bæði frá notendum geðheilbrigðisþjónustu og á vettvangi alþjóðlegra mannréttinda. Mannréttindanálgun 21. aldarinnar, sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks staðfestir, krefst samfélagslegra breytinga í átt að auknu jafnrétti. Það brýtur gegn mannréttindum þegar við einstaklingsgerum vanda sem er fyrst og fremst samfélagslega skapaður í gegnum ójöfnuð, misntokun valds og annað misrétti. Meðvitund um jaðarstöðu, staðalímyndir og fjölþætta mismunun er nauðsynleg til að veita fólki bestu fáanlegu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Vald-Ógn-Merking-Líkanið er ætlað að hjálpa fólki að skilja sjálft sig í samhengi við reynslu sína og erfiðar lífsaðstæður. Í stað þess að kenna sjálfu sér um, finnast það veikt, gallað eða „geðveikt“ tekur líkanið með í reikninginn áhrif félagslegra þátta á borð við fátækt, mismunun og ójöfnuð og hvernig þessir þættir í samhengi við ofbeldi og misnotkun stuðla að tilfinningalegri vanlíðan og krefjandi hegðun. Þá er jafnframt horft til þess hvaða merkingu fólk leggur sjálft í eigin reynslu og hvernig skilaboð frá samfélaginu geta aukið skömm, sjálfsásakanir, einangrun, ótta og sektarkennd. Vinnustofan er áhugaverð fyrir fagfólk í heilbrigðis- félags- og menntagreinum, ekki síst þau sem vinna með fólki sem glímt hefur við geðrænar áskoranir og einnig það fólk sem þekkir þær af eigin raun eða hefur glímt við vímuefnavanda. Nemendur í háskólum í framangreindum greinum eru velkomnir og fá afslátt af þátttökugjaldi sem og öryrkjar. Höfundur er aðjúnkt við deild menntunar og margbreytileika og situr í varráði Rótarinnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun