Kynfræðsla- hvað felst í henni? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 12. september 2023 11:01 Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar