Ævarandi skömm stjórnmálafólks Bubbi Morthens skrifar 9. september 2023 14:30 Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast. Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau. Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla! En hver er staðan núna? Hamfarir er eina orðið sem kemur upp í hugann. Trúðu mér, ráðamenn vissu að þetta myndi gerast, alveg eins og í öðrum löndum. Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi. Hér eru pólitíkusar tilbúnir að svíkja lífríkið í von um að líftími þeirra lengist um nokkur ár. Bara fólkið á Seyðisfirði hefur sýnt kjark og þor með því að mótmæla komu Norðmanna og íslensku húskarlanna þeirra í fjörðinn fagra. Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan? Það er ekkert sem getur réttlætt svik þeirra við lífríkið og þegar aldurinn færist yfir með ískaldan sannleikann þá verður erfitt að sofna. Þetta gerðist á þeirra vakt. Við Íslendingar drápum seinasta geirfuglinn. Kannski náum við þeim áfanga með villta laxastofninn. Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Bubbi Morthens Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast. Fyrrverandi forseti alþingis fór að lobbíast fyrir norska auðkýfinga og fjörður eftir fjörð var gefinn norskum aurgoðum sem vildu flýja regluverkið í Noregi og sáu að Ísland var án eftirlits. Engar reglur, fyrstur kemur fyrstur fær. Örfáir Íslendingar leyfðu þessu að gerast með hjálp ráðamanna, og þó höfðu menn vítin til að varast þau. Húskarlar Norðmanna eltu uppi allt sem sagt var eða skrifað, rengdu það, fóru líkt og hýenur um netið og sögðu: kvíarnar munu ekki rifna, við beitum nýrri tækni, firðirnir munu ekki spillast, lífríkið mun ekki hljóta skaða af. Við sögðum: laxinn mun sleppa, fara í árnar og hrygna, en húskarlar Norðmanna svöruðu: árnar eru of langt í burtu bla bla bla! En hver er staðan núna? Hamfarir er eina orðið sem kemur upp í hugann. Trúðu mér, ráðamenn vissu að þetta myndi gerast, alveg eins og í öðrum löndum. Það er lítill munur á að útrýma villtum laxastofni hér á landi og því sem er verið að gera gegn lífríkinu í Brasilíu þar sem ein til tvær tegundir hverfa dag hvern. Sami hvati, sami glæpur og hann hefur nafn: Græðgi. Hér eru pólitíkusar tilbúnir að svíkja lífríkið í von um að líftími þeirra lengist um nokkur ár. Bara fólkið á Seyðisfirði hefur sýnt kjark og þor með því að mótmæla komu Norðmanna og íslensku húskarlanna þeirra í fjörðinn fagra. Hvað gerðist hjá Sjálfstæðismönnum og vinum þeirra sem með völdin fara? Hins sama má spyrja sig með VG og Framsókn. Hvernig geta menn lagst á koddann vitandi að þeir litu undan? Það er ekkert sem getur réttlætt svik þeirra við lífríkið og þegar aldurinn færist yfir með ískaldan sannleikann þá verður erfitt að sofna. Þetta gerðist á þeirra vakt. Við Íslendingar drápum seinasta geirfuglinn. Kannski náum við þeim áfanga með villta laxastofninn. Íslenskir þingmenn og ráðherrar seinustu ára: Skömm ykkar er mikill og hún mun lifa inní næstu kynslóðir sem munu spyrja: hvernig gátuð þið gert okkur og landinu þetta?
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar