Körfubolti

Breiða­blik fær besta er­lenda leik­manninn úr næst­efstu deild

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Keith fékk verðlaunin fyrir leik Skallagríms og Breiðabliks í Borgarnesi í kvöld.
Keith fékk verðlaunin fyrir leik Skallagríms og Breiðabliks í Borgarnesi í kvöld. Skallagrímur

Breiðablik hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Í dag var staðfest að Keith Jordan Jr. sé á leiðinni í Kópavog eftir frábært tímabil í Borgarnesi á síðustu leiktíð.

Keith Jordan Jr. lék með Skallagrími í 1. deildinni á síðustu leiktíð og var hreint út sagt stórkostlegur. Hann var á endanum valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar en í 33 leikjum skoraði hann að meðaltali 30 stig, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Einnig var hann framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 35 framlagspunkta í leik. Skallagrímur staðfesti vistaskipti Keith sem mun nú leika í grænu í Kópavogi.

Breiðablik hefur leik í Subway-deild karla í Smáranum 5. október næstkomandi þegar Haukar koma í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×