Illa ígrunduð áform Ásmundar Þorsteinn Kristjánsson skrifar 8. september 2023 07:00 Tillaga Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri er vanhugsuð aðför að mennta- og samfélagsmálum á landsbyggðinni. Einsleitara skólaumhverfi er engum til hagsbóta, sækjum frekar fram og fögnum fjölbreytileikanum. Skilur skólasamfélagið eftir í rúst Til að bregðast við óskum um fjölgun nemenda í verk- og starfsnámi er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisins að auka framlög til framhaldsskólanna um 1 milljarð króna á næstu 4 árum. Fyrstu viðbrögð Ásmundar (þingmaður Reykvíkinga, ættaður úr Dölunum) er að leggja til atlögu við rótgróið menntasamfélag norður á Akureyri. Ætlunin er að leggja niður tvær rótgrónar mennta- og menningarstofnanir og „spara“ allt að 400 milljónir króna (lesist nýta til annarra verkefna annarsstaðar á landinu). Ráðherrann gefur skólameisturum og einum verkefnisstjóra heila tvo mánuði til að móta nýja menntastofnun í stað MA og VMA, mennta- og menningarstofnana á Akureyri sem tók þúsundir einstaklinga, nemendur, kennara og aðra velunnara skólanna marga áratugi að móta og byggja upp. Með því að gefa svo stuttan tíma til að byggja upp úr þeim rústum sem ráðherra virðist vilja skilja eftir sig í skólasamfélaginu hér fyrir norðan má öllum ljóst vera að hlutskipti skólameistaranna er ekki öfundsvert - þeim eru í raun gefnir tveir kostir af ráðherra: „annað hvort vinnur þú með mér að þessu verkefni og átt þá von um að halda starfinu þínu eða þá þú getur átt þig.“ Í sérstöðunni blómstrar fjölbreytnin Það eru ómæld verðmæti fólgin í því fyrir samfélagið á Akureyri og næsta nágrenni að nemendur geti valið á milli tveggja stórgóðra framhaldsskóla sem eru svo ólíkir sem raun ber vitni. Að fórna þessum verðmætum fyrir óraunhæfar hugmyndir um fjárhagslegan ávinning og innihaldslausa frasann um betri, öflugri og „fjölbreyttari“ skóla er hvorki boðleg né sæmandi framganga skynsömu fólki. Eða hver eiga hin svokölluðu samlegðaráhrif nákvæmlega að verða? Við megum því ekki við þeim slæmu samfélagslegu áhrifum sem sameining MA og VMA myndi óneitanlega hafa í för með sér. Einsleitara skólaumhverfi grefur undan þeirri sérstöðu sem skólarnir vissulega hafa, hvor á sinn einstaka hátt. Það þarf ekki að fjölyrða um þann sess sem skólarnir skipa í blómlegu lífi Akureyrarbæjar þar sem nemar hvaðanæva að sækja sér menntun og auðga mannlífið til frambúðar. Í þeirri flóru skína einstaklingar skærar og flytja með sér nýja strauma sem deyja út í flatneskju stærri skóla. Sérstöðunni og smæðinni fylgir fjölbreytnin og í því eru fólgin ómæld verðmæti. Hvar eru kjörnu fulltrúarnir? Hver er afstaða kjörinna fulltrúa okkar á Alþingi og sveitarstjórnum? Hvar er fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, samflokksmaður ráðherrans sem leggur fram þessa sameiningartillögu? Ummæli hennar hingað til fela ekki í sér neina afstöðu til málsins. Ætlar þú að leyfa ráðherranum þínum að valta yfir kjördæmið þitt? Hvar eru oddvitar hinna flokkanna sem eru í ríkisstjórn? Hver er afstaða bæjarstjórnar Akureyrar? Ætla iðnfyrirtæki á Akureyri og Norðurlandi að láta þessa aðför að verknámi ganga yfir sig án þess að við þau sé nokkurt samráð um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á framtíðar starfskröftum og þekkingu iðnaðar svæðisins? Hver ætlar að standa vörð um þessar mikilvægu menntastofnanir? Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem er ekki sama. Látum í okkur heyra Þessi óútfærða og illa ígrundaða tillaga ráðherra er eins og blaut tuska í andlit allra þeirra sem á undanförnu áratugum hafa lagt þessum mikilvægu menntastofnunum lið í sífelldu uppbyggingarstarfi sínu. Hvers vegna ekki að sækja fram og efla skólana, frekar en að grafa undan þeim með þessum hætti? Kæru nemendur í MA – núverandi og verðandi – fyrrum nemendur standa með ykkur. Og MA-ingar, hvar sem þið eruð í heiminum; rísið upp og talið gegn þessum vanhugsuðu og skaðlegu áformum Ásmundar Einars Daðasonar. Nemendafélag skólans á ekki að standa eitt og óstutt í baráttunni. Höfundur er stúdent frá MA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Tengdar fréttir Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01 Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Tillaga Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um sameiningu Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri er vanhugsuð aðför að mennta- og samfélagsmálum á landsbyggðinni. Einsleitara skólaumhverfi er engum til hagsbóta, sækjum frekar fram og fögnum fjölbreytileikanum. Skilur skólasamfélagið eftir í rúst Til að bregðast við óskum um fjölgun nemenda í verk- og starfsnámi er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisins að auka framlög til framhaldsskólanna um 1 milljarð króna á næstu 4 árum. Fyrstu viðbrögð Ásmundar (þingmaður Reykvíkinga, ættaður úr Dölunum) er að leggja til atlögu við rótgróið menntasamfélag norður á Akureyri. Ætlunin er að leggja niður tvær rótgrónar mennta- og menningarstofnanir og „spara“ allt að 400 milljónir króna (lesist nýta til annarra verkefna annarsstaðar á landinu). Ráðherrann gefur skólameisturum og einum verkefnisstjóra heila tvo mánuði til að móta nýja menntastofnun í stað MA og VMA, mennta- og menningarstofnana á Akureyri sem tók þúsundir einstaklinga, nemendur, kennara og aðra velunnara skólanna marga áratugi að móta og byggja upp. Með því að gefa svo stuttan tíma til að byggja upp úr þeim rústum sem ráðherra virðist vilja skilja eftir sig í skólasamfélaginu hér fyrir norðan má öllum ljóst vera að hlutskipti skólameistaranna er ekki öfundsvert - þeim eru í raun gefnir tveir kostir af ráðherra: „annað hvort vinnur þú með mér að þessu verkefni og átt þá von um að halda starfinu þínu eða þá þú getur átt þig.“ Í sérstöðunni blómstrar fjölbreytnin Það eru ómæld verðmæti fólgin í því fyrir samfélagið á Akureyri og næsta nágrenni að nemendur geti valið á milli tveggja stórgóðra framhaldsskóla sem eru svo ólíkir sem raun ber vitni. Að fórna þessum verðmætum fyrir óraunhæfar hugmyndir um fjárhagslegan ávinning og innihaldslausa frasann um betri, öflugri og „fjölbreyttari“ skóla er hvorki boðleg né sæmandi framganga skynsömu fólki. Eða hver eiga hin svokölluðu samlegðaráhrif nákvæmlega að verða? Við megum því ekki við þeim slæmu samfélagslegu áhrifum sem sameining MA og VMA myndi óneitanlega hafa í för með sér. Einsleitara skólaumhverfi grefur undan þeirri sérstöðu sem skólarnir vissulega hafa, hvor á sinn einstaka hátt. Það þarf ekki að fjölyrða um þann sess sem skólarnir skipa í blómlegu lífi Akureyrarbæjar þar sem nemar hvaðanæva að sækja sér menntun og auðga mannlífið til frambúðar. Í þeirri flóru skína einstaklingar skærar og flytja með sér nýja strauma sem deyja út í flatneskju stærri skóla. Sérstöðunni og smæðinni fylgir fjölbreytnin og í því eru fólgin ómæld verðmæti. Hvar eru kjörnu fulltrúarnir? Hver er afstaða kjörinna fulltrúa okkar á Alþingi og sveitarstjórnum? Hvar er fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, samflokksmaður ráðherrans sem leggur fram þessa sameiningartillögu? Ummæli hennar hingað til fela ekki í sér neina afstöðu til málsins. Ætlar þú að leyfa ráðherranum þínum að valta yfir kjördæmið þitt? Hvar eru oddvitar hinna flokkanna sem eru í ríkisstjórn? Hver er afstaða bæjarstjórnar Akureyrar? Ætla iðnfyrirtæki á Akureyri og Norðurlandi að láta þessa aðför að verknámi ganga yfir sig án þess að við þau sé nokkurt samráð um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á framtíðar starfskröftum og þekkingu iðnaðar svæðisins? Hver ætlar að standa vörð um þessar mikilvægu menntastofnanir? Ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem er ekki sama. Látum í okkur heyra Þessi óútfærða og illa ígrundaða tillaga ráðherra er eins og blaut tuska í andlit allra þeirra sem á undanförnu áratugum hafa lagt þessum mikilvægu menntastofnunum lið í sífelldu uppbyggingarstarfi sínu. Hvers vegna ekki að sækja fram og efla skólana, frekar en að grafa undan þeim með þessum hætti? Kæru nemendur í MA – núverandi og verðandi – fyrrum nemendur standa með ykkur. Og MA-ingar, hvar sem þið eruð í heiminum; rísið upp og talið gegn þessum vanhugsuðu og skaðlegu áformum Ásmundar Einars Daðasonar. Nemendafélag skólans á ekki að standa eitt og óstutt í baráttunni. Höfundur er stúdent frá MA
Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. 7. september 2023 12:01
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23
Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun