25 starfsmönnum Grid var sagt upp Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2023 13:44 Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. Aukin áhersla verði lögð á tekjusköpun. Grid Tuttugu og fimm starfsmönnum upplýsingatæknifyrirtækisins Grid var sagt upp störfum í síðasta mánuði. Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar. Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar.
Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent