Körfubolti

Álftnesingar sækja fyrrverandi landsliðsmann í þjálfarateymið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Helgi Jónas Guðfinnsson er mættur í þjálfarateymi Álftnesinga.
Helgi Jónas Guðfinnsson er mættur í þjálfarateymi Álftnesinga. Álftanes

Álftanes hefur samið við fyrrverandi leikmann Grindavíkur og íslenska landsliðsins, Helga Jónas Guðfinsson, um að vera hluti af þjálfarateymi liðsins á komandi tímabili í Subway deild karla í körfubolta.

Nýliðar Álftaness ætla sér stóra hluti á komandi árum í efstu deild karla í körfubolta og Helgi er nýjasta púslið sem liðið bætir við sig.

Helgi hannaði á sínum tíma sitt eigið þjálfunarkerfi sem nefnist Metabolic og hefur það notið mikilla vinsælda um allt land.

Helgi hefur einnig skrifað bækur sem fjalla um líkamsþjálfun og hafa komið út í Bandaríkjunum.

Á leikmannaferli sínum lék Helgi stærstan hluta ferilsins með Grindavík þar sem hann varð Íslandsmeistari einu sinni og bikarmeistari í þrígang. Hann þjálfaði einnig Grindvíkinga og gerði þá að Íslandsmeisturum árið 2012. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×