Endurskoðun samgöngusáttmálans Ó. Ingi Tómasson skrifar 29. ágúst 2023 11:30 Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hafnarfjörður Borgarlína Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins þann 26. september 2019 var brotið blað í framtíðarsýn um bættar samgöngur, aukið samgönguöryggi, minni umferðartafir og stórefldar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar stóðu þétt saman við undirritun sáttmálans. Áætlaður kostnaður var um 120 milljarðar. Nokkuð jafnskiptur kostnaður var áætlaður vegna Borgarlínu og uppbyggingu stofnvega auk þess sem verulegir fjármunir voru áætlaðir í göngu- og hjólastíga svo og bættar ljósastýringar. Nú nákvæmlega fjórum árum seinna stendur yfir endurskoðun á Samgöngusáttmálanum, ýmsar forsendur hafa breyst, svo sem verðlagsbreytingar, búið er að greina ýmsar framkvæmdir betur sem leiðir til hærri kostnaðar ásamt öðrum þáttum sem hafa komið fram við hönnun verkefnisins. Samgöngusáttmálinn og jarðgöng Nokkuð fróðlegt er að fylgjast með umræðunni um kostnað annars vegar um Samgöngusáttmálann og jarðgöng hins vegar. Forystumenn í stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni að kostnaður við Samgöngusáttmálann sé of mikill á sama tíma er lítil sem engin umræða um göng sem samkvæmt áætlun frá árinu 2019 munu kosta á bilinu 33,5 – 64,3 milljarða. Göngin eru undir Fjarðarheiði- Seiðisfjörður- Mjóifjörður og Mjóifjörður-Norðfjörður. Þess má geta að íbúafjöldi Seyðisfjarðar er um 900-1000 og um Seyðisfjarðarveg aka um 640 bílar að meðaltali á dag og yfir sumarmánuðina um 1145 bílar. Ef við færum okkur yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 223.285 skráð ökutæki eru og íbúafjöldi er um 250.000 og berum saman þörfina á fjármagni í vegaframkvæmdir, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga þá verður að segjast eins og er að umræðan um fjármagn í þennan málaflokk er mjög brengluð. Stjórnmálamenn verða að líta til forgangsröðunar í þágu fjöldans og þá hvar fjármunum sé best varið. Hvort sem Samgöngusáttmálinn kosti 120 milljarða eða 200 milljarða eru það fjármunir sem vel er varið í samanburði við jarðgöng sem munu kosta allt að 70 milljörðum og eru fyrir örfáa. Reykjanesbrautin - Samgöngusáttmáli Framkvæmdir eru að hefjast við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Allir notendur brautarinnar fagna þessari löngu tímabærri framkvæmd. Eftir stendur tvöföldun brautarinnar frá N-1 hringtorginu að Kaplakrika. Á verðlagi 2019 gerir sáttmálinn ráð fyrir 13,1 milljarði í framkvæmdir við Reykjanesbraut-Álftanesveg (frá Reykjanesbraut í Engidal)-Lækjargata og framkvæmdum verði lokið 2028. Um Reykjanesbrautina ofan við Sólvang aka um 50.000 bílar á hverjum degi. Um Reykjanesbrautina við Bústaðaveg þar sem áttu að vera komin mislæg gatnamót árið 2021 samkvæmt Samgöngusáttmálanum aka um 70.000 bílar á hverjum degi. Á þessum stöðum svo og mörgum öðrum sitjum við daglega föst í umferðinni. Borgarlína og önnur samgöngumannvirki Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samþykktu svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins árið 2015, þar er gert ráð fyrir þéttingu byggðar og skilvirkum samgöngum, einkabílsins og almenningssamgöngum. Nokkrar breytur hafa verið frá árinu 2015 varðandi kostnað og þróun Borgarlínu, sama á við um kostnað við önnur samgöngumannvirki. Í samanburði við ein jarðgöng sem nýtast fáum má segja að umræðan um Borgarlínu sem kostar álíka og jarðgöng fyrir austan sé nokkuð brengluð. Ávinningur af skilvirkum samgöngum er ótvíræður. Bíllaus lífstíll verður í boði fyrir þau sem það kjósa eða bara einn bíll á heimili. Stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfull markmið um losun gróðurhúsalofttegunda, aukin notkun almenningssamgangna er stór liður í þeirri þróun auk þess að bætt umferðarflæði með bættum samgöngumannvirkjum mun draga úr mengun og ekki síður bæta lífsgæði íbúa með styttri ferðatíma og minni mengun. Þingmenn höfuðborgarsvæðisins svo og Suðurkjördæmis þurfa að setja hagsmuni íbúa sinna í forgang áður en tugum milljarða er forgangsraðað í jarðgöng sem nýtast fáum. Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun