Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er Kristófer Már Maronsson skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun