Körfubolti

Heiðra minningu Kobe og reisa styttu

Aron Guðmundsson skrifar
Kobe Bryant einn af bestu körfuboltamönnum sögunnar
Kobe Bryant einn af bestu körfuboltamönnum sögunnar Vísir/Getty

NBA liðið Los Angeles Lakers mun heiðra minningu Kobe Bryant með því að reisa bronsstyttu af honum fyrir utan leikvang félagsins. 

Frá þessu greindi félagið í gær en Kobe, sem lést ásamt dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum í hræðilegu þyrluslysi í upphafi ársins 2020, er goðsögn í körfuboltaheiminum. 

Kobe er fjórði stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi og með fimm NBA meistaratitla á ferilskránni, þá vann hann með liði Los Angeles Lakers. 

Vegglistaverk af Giönnu Bryant og Kobe BryantVísir/Getty

Vanessa Bryant, ekkja Kobe, greindi frá ákvörðun Lakers í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins í gær.

„Eins og þið vitið var Kobe leikmaður Los Angeles Lakers í tuttugu ár og allt frá því að hann kom til borgarinnar og gekk til liðs við félagið leið honum eins og heima hjá sér. 

Fyrir hönd Los Angeles Lakers, dætra minna og mín er það mér mikill heiður að greina frá því að hér, í hjarta borgarinnar, fyrir framan hús sem er jafnan sagt að Kobe hafi byggt, mun rísa stytta svo hægt sé að fagna arfleifð hans að eilífu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×