Farsímar í skólum Ragnar Þór Pétursson skrifar 25. ágúst 2023 09:00 Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Ragnar Þór Pétursson Börn og uppeldi Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar