Handbolti

Danska hand­bolta­sam­bandið skiptir allt í einu um nafn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót karla í handbolta þar á meðal HM fyrr á þessu ári.
Danir hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót karla í handbolta þar á meðal HM fyrr á þessu ári. Getty/Michael Campanella

Danska handboltasambandið heitir ekki lengur danska handboltasambandið því frá og með gærdeginum þá tók sambandið upp nýtt nafn.

Danska handboltssambandið hét áður Dansk Håndbold Forbund upp á dönsku en hér eftir á að tala um DanskHåndbold eða danskan handbolta.

Sambandið sendi frá sér fréttatilkynningu um breytinguna þar sem kom fram að nýtt nafn væri þegar komið í notkun.

Framkvæmdastjórinn Henrik Jacobsen segir ástæðuna að það hafi verið kominn tími á nýtt og ferskt nafn.

„Við vitum að við erum að hreyfa við einskonar menningarminjum með því að breyta því hvernig danskur handboltinn kemur fram en það var nauðsynlegt að nútímabæða danskan handbolta og horfa til framtíðar,“ sagði Henrik Jacobsen í fréttatilkynningu.

Það kemur ekki aðeins nýtt nafn heldur einnig nýtt lógó.

Danir hafa unnið þrjú síðustu heimsmeistaramót karla í handbolta, 2019, 2021 og 2023. Þeir urðu Ólympíumeistarar síðast undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar í Ríó 2016 en hafa ekki unnið Evrópumeistaratitilinn í meira en áratug eða síðan þeir unnu EM 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×