ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 18:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, og Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Vísir/Egill/Vilhelm/Arnar Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Í morgun sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem kom fram að stéttarfélagið hafi ákveðið hafi verið að hætta í viðskiptum við Íslandsbanka. Félagið hafði hótað þessu í lok júnímánaðar eftir að greint var frá því að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot við sölu ríkisins á hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að viðbrögð bankans hafi verið ófullnægjandi. Ekki nóg gert Í sumar hafa meðal annars bankastjóri Íslandsbanka, einn framkvæmdastjóra bankans og yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hans hætt störfum. Þá hætti helmingur stjórnar einnig störfum vegna sölunnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það þó ekki hafa verið nóg. „Það sem við vildum gera með þessari ákvörðun var að stíga fast til jarðar, setja strik í sandinn. Sýna það skýrt að þessi háttsemi mun hafa afleiðingar, ekki bara núna heldur líka í framtíðinni ef aðrir haga sér með þeim hætti og við eigum í viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Setja ákveðið fordæmi,“ segir Ragnar. Klippa: ASÍ hætta einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Dapurlegt af stjórnendum Hann segir það vera dapurlegt að horfa upp á stjórnendur sem þekkja reglur fjármálafyrirtækja svo vel, brjóta þær jafn mikið og raun ber vitni. „Það eru gerðar gríðarlegar kröfur til starfsfólks sem starfar hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki bara af eftirlitsaðilum, Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, löggjafanum heldur líka stjórnendum sem síðan ganga fram með þeim hætti sem þeir gera. Þetta á ekki að þekkjast í okkar samfélagi sérstaklega ekki miðað við það sem undan hefur gengið, eins og heilt fjármálahrun,“ segir Ragnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðstjórn Alþýðusambands Íslands einnig ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Félagsmenn ASÍ eru 127 þúsund talsins en Finnbjörn A. Hermannsson, formaður sambandsins, gaf ekki kost á sér í viðtal vegna málsins þegar fréttastofa óskaði eftir því fyrr í dag. Stéttarfélög Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Í morgun sendi stjórn VR frá sér tilkynningu þar sem kom fram að stéttarfélagið hafi ákveðið hafi verið að hætta í viðskiptum við Íslandsbanka. Félagið hafði hótað þessu í lok júnímánaðar eftir að greint var frá því að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot við sölu ríkisins á hlut í bankanum. Í tilkynningunni segir að viðbrögð bankans hafi verið ófullnægjandi. Ekki nóg gert Í sumar hafa meðal annars bankastjóri Íslandsbanka, einn framkvæmdastjóra bankans og yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar hans hætt störfum. Þá hætti helmingur stjórnar einnig störfum vegna sölunnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það þó ekki hafa verið nóg. „Það sem við vildum gera með þessari ákvörðun var að stíga fast til jarðar, setja strik í sandinn. Sýna það skýrt að þessi háttsemi mun hafa afleiðingar, ekki bara núna heldur líka í framtíðinni ef aðrir haga sér með þeim hætti og við eigum í viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Setja ákveðið fordæmi,“ segir Ragnar. Klippa: ASÍ hætta einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Dapurlegt af stjórnendum Hann segir það vera dapurlegt að horfa upp á stjórnendur sem þekkja reglur fjármálafyrirtækja svo vel, brjóta þær jafn mikið og raun ber vitni. „Það eru gerðar gríðarlegar kröfur til starfsfólks sem starfar hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki bara af eftirlitsaðilum, Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinu, löggjafanum heldur líka stjórnendum sem síðan ganga fram með þeim hætti sem þeir gera. Þetta á ekki að þekkjast í okkar samfélagi sérstaklega ekki miðað við það sem undan hefur gengið, eins og heilt fjármálahrun,“ segir Ragnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miðstjórn Alþýðusambands Íslands einnig ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Félagsmenn ASÍ eru 127 þúsund talsins en Finnbjörn A. Hermannsson, formaður sambandsins, gaf ekki kost á sér í viðtal vegna málsins þegar fréttastofa óskaði eftir því fyrr í dag.
Stéttarfélög Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar ASÍ Tengdar fréttir „Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. 18. ágúst 2023 12:59