VR hættir viðskiptum við Íslandsbanka Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2023 09:50 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Vilhelm Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Stéttarfélagið leitar nú tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. VR hafði hótað því að færa viðskipti sín undir lok júnímánaðar. Þar voru vinnubrögð bankans gagnrýnd og sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, að salan væri áfellisdómur yfir öllum sem að henni komu. „Þetta eru miklar fjárhæðir. Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum með mjög umfangsmikla starfsemi og mjög stóra sjóði í stýringu,“ sagði Ragnar við fréttastofu í júní en um er að ræða nokkra milljarða króna. Þá muni VR beina því til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að einnig slíta sínum viðskiptum við bankann. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu VR í heild sinni. Stjórn VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og leita tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnar VR frá 29. júní síðastliðinn telur félagið brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í bankanum með öllu óásættanleg. VR kallaði eftir því að stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð. Viðbrögð Íslandsbanka og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins eru að mati stjórnar VR ófullnægjandi. Tillaga um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka var samþykkt af stjórn VR á fundi þann 16. ágúst 2023. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stéttarfélög Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR. Stéttarfélagið leitar nú tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. VR hafði hótað því að færa viðskipti sín undir lok júnímánaðar. Þar voru vinnubrögð bankans gagnrýnd og sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, að salan væri áfellisdómur yfir öllum sem að henni komu. „Þetta eru miklar fjárhæðir. Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum með mjög umfangsmikla starfsemi og mjög stóra sjóði í stýringu,“ sagði Ragnar við fréttastofu í júní en um er að ræða nokkra milljarða króna. Þá muni VR beina því til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að einnig slíta sínum viðskiptum við bankann. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu VR í heild sinni. Stjórn VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og leita tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnar VR frá 29. júní síðastliðinn telur félagið brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í bankanum með öllu óásættanleg. VR kallaði eftir því að stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð. Viðbrögð Íslandsbanka og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins eru að mati stjórnar VR ófullnægjandi. Tillaga um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka var samþykkt af stjórn VR á fundi þann 16. ágúst 2023.
Stjórn VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka og leita tilboða í viðskipti félagsins og þjónustu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum. Eins og fram kom í yfirlýsingu stjórnar VR frá 29. júní síðastliðinn telur félagið brot Íslandsbanka við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í bankanum með öllu óásættanleg. VR kallaði eftir því að stjórn bankans og það starfsfólk sem ábyrgð ber á lögbrotum axli þá ábyrgð. Viðbrögð Íslandsbanka og svör forsvarsmanna hans við kröfum félagsins eru að mati stjórnar VR ófullnægjandi. Tillaga um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka var samþykkt af stjórn VR á fundi þann 16. ágúst 2023.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stéttarfélög Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18. júlí 2023 14:41