Enginn túlkur laus og enginn greiðsla fyrir sjálfstætt starfandi túlk! Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2023 15:30 Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar