Venjulegar vinkonur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 14. ágúst 2023 09:30 Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vinkonuhópur úr grunnskóla hittist eftir aðskilnað í áravís. Þær eru 22 ára. Það eru fagnaðarfundir, margt á dagana drifið og frá mörgu að segja gleði og sorg – væntingar og vonbrigði. Eins og lífið er. Þegar hallar að kvöldi og trúnó tekur völdin stígur ein þeirra upp og segir frá ofbeldi sem þjálfarinn hennar beitti hana. Hún hafði verið efnileg í sinni íþrótt, metnaðarfull, sterk, hæfileikarík. Smásaman byrjaði hún að molna undan endalausi áreitni. Duldu hótanirnar, samfélagsmiðlaeineltið og óviðeigandi snertinganar báru hana ofurliði – og skömmin tók yfir – enginn að snúa sér til – hver myndi trúa henni? Hann hafði valdið og virðinguna og hver var hún? Hún hætti – gafst upp. Vinkonuhópurinn er sleginn – þögn slær á hópinn. Þar til næsta segir frá sinni sögu. Þær vissu allar að mamma hennar var í neyslu þegar hún var yngri, hún var sjö ára þegar kærasti mömmu hennar leitaði á hana sofandi. Hún sagði frá – enginn trúði henni. Seinna réðist kærasti hennar á hana og nauðgaði henni þar sem hún svaf. Svo kom sú þriðja – hún hitti strák á útihátíð – hann króaði hana af og nauðgaði á bak við klósett. Allar vinkonurnar höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Allir gerendurnir voru karlar. Ekkert samþykki, engin virðing, engin mörk – eingöngu yfirgangur, ofbeldi og fyrirlitning. Það sem vinkonuhópurinn átti sameignlegt eftir obeldið sem þær höfðu verið beittar, var að þær höfðu strögglað – harkað af sér – brutt jaxla – reynt að láta sem ekkert sé – og þjáðst – hvern dag. Í viðbót við kynferðisofbeldið – árásina á líkama þeirra og kynverund - þá hafði verið ráðst á sjálfsmynd þeirra, lífsgleði, hugarró og tengslamyndun. Hvernig gat einhver gert þeim þetta? Þær sitja saman í þögn. Hver og ein hugsar – er þetta virkilega það sem fylgir því að vera stelpa? Lenda allar konur í kynferðisofbeldi? Af hverju? Af hverju þær? Þær spyra sig. Hver og ein burðast með skömm og sjálfsásökun því þær eru allar meðvitaðar um hvernig er talað um þolendur kynferðisofbeldis í samfélaginu – drusluskammaðar, sakaðar um lygar og athygissýki í viðleitni sinni að leita réttlætis. Seiglan, styrkurinn og úthaldið í vinkonuhópnum er takmarkalaus – þrátt fyrir allt þá halda þær áfram með bakpokana að framan og aftan. Hefur þú lesandi góður svar fyrir þennan vinkvennahóp? Er einhver í þínum vinahóp sem þessar sögur eiga við? Við sem samfélag getum ekki haldið áfram að láta sem ekkert sé. Við sem samfélag þurfum að breyta því hvernig við tölum um þolendur kynferðisofbeldis. Við þurfum að trúa þeim, reyna að skilja afleiðingarnar og gera betur þegar við dettum í pytt drusluvæðingar og gerendameðvirkni. Við þurfum að eiga samtal við drengina okkar um mörk, samþykki, virðingu, kynlíf og klám. Við þurfum að byrja snemma, halda áfram og aldrei hætta fyrir en kynferðisofbeldi gegn stúlkum og konum er útrýmt. Foreldrar, skólakerfið og samfélagið allt ber ábyrgð – við þurfum að taka höndum saman og mennta drengina okkar. Höfundur er kennari.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun