Hvað er planið Guðmundur? Askur Hrafn Hannesson, Aníta Sóley Scheving og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 11:00 Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar