Um blóðtökur úr fylfullum hryssum Guðrún Scheving Thorsteinsson, Rósa Líf Darradóttir, Barla Barandun, Meike E. Witt, Sabrina Gurtner og Ewald Isenbügel skrifa 11. ágúst 2023 11:01 Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. Iðnaðurinn hlaut mikla gagnrýni eftir að myndband af blóðtökum var birt árið 2021 af Tierschutzbund Zürich/Animal Welfare Foundation. Í kjölfarið var reglugerð 900/2022 sett, sem breytti því miður litlu sem engu fyrir dýrin. Í reglugerðinni er krafa um að hver starfsstöð skili skýrslu eftir ár hvert. Skýrslan á að innihalda upplýsingar um dauðsföll og veikindi dýranna í tengslum við blóðtökuna. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) óskuðu eftir þessum upplýsingum frá blóðtökuárinu 2022. Það tók MAST rúmlega hálft ár að veita upplýsingar þrátt fyrir fjölda ítrekana. Þegar svör loks bárust mátti sjá að dauðsföll hryssa tengd blóðtöku voru mun fleiri miðað við skráningar fyrri ára. Dýrin voru urðuð áður en dánarorsök var staðfest. Svo virðist sem Ísteka ákveði hvaða dauðsföll í stóðum megi rekja til blóðtökunnar. Af gögnunum má ráða að blóðtaka árið 2022 gekk illa og spunnust miklar umræður í fjölmiðlum í kjölfar þess. Málflutningur forsvarsmanna Ísteka og MAST er aðfinnsluverður og hér að neðan verður tæpt á því helsta. Vandi ÍstekaÍ viðtali við Arnþór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Ísteka, gefur hann í skyn að dýraverndunarsamtök beri ábyrgð á því að Ísteka hafi árið 2022 þurft að ráða erlenda dýralækna eftir að innlendir dýralæknar hættu störfum í kjölfar umfjöllunar um blóðmerahald. Þar kom einnig fram að reynsluleysi þeirra væri ástæða fyrir auknum dauðsföllum. „Það er upphaf þessara vandræða. Við hefðum ekki þurft að ráða dýralækna sjálf nema af því að það varð skortur á dýralæknum, sem tengja má við þessi mál öll.“ Við vísum þessum athugasemdum Arnþórs til föðurhúsanna. Ísteka, eins og önnur fyrirtæki, ber ábyrgð á því að ráða hæft starfsfólk til að sinna þeim verkefnum sem því er falið. Við fögnum því að íslenskir dýralæknir séu að átta sig á því að blóðtaka úr fylfullum hryssum brýtur í bága við kröfur nútíma samfélags um velferð dýra. Niðurstaða ESA (EFTA Surveillance Authority) liggur fyrir. Íslensk stjórnvöld brjóta gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni og hafa ekki farið eftir alþjóðaskuldbindingum sínum um vernd og velferð dýra að mati ESA. Afar gagnrýnivert er að það virðist vera í höndum Ísteka að ákveða hvort dauði hryssa á tímabilinu tengist blóðtökunum eða ekki. Fyrirtækið getur þar með stýrt því hvaða dauðsföll eru tilkynnt til MAST sbr. ofangreint viðtal á RÚV: „Bóndi á bænum þar sem þrjár hryssur drápust í kjölfar blóðtöku tilkynnti einnig um fjórðu hryssuna. Ísteka hefur aftur á móti ekki verið tilbúið til að tengja það dauðsfall við blóðtöku. Arnþór segir ákveðin skilyrði um það hvernig slík atvik séu tilkynnt. [...] Við höfum alveg tekið gildar tilkynningar sem við fáum ekki fyrr en viku seinna, jafnvel tveimur vikum seinna. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að senda inn tilkynningar löngu eftir tímabil eða blóðtöku viðkomandi grips. Við getum ekki verið ábyrg fyrir gripnum árið um kring. Bóndinn þarf að vera það.“ Vandi Ísteka stafar ekki síst af því að fyrirtækið fer langt fram úr alþjóðlegum leiðbeiningum varðandi það blóðmagn sem fjarlægja má úr hestum án þess að skaða þá. Erlendar leiðbeiningar Í vísindagrein Vilanova og félaga (2021) eru leiðbeiningar um það hámarks blóðrúmmál sem taka má úr hestum vegna annars yfirvofandi hættu á blóðþurrðarlosti. Hámarks ráðlögð blóðtaka er 7,5% af heildarblóðrúmmáli í endurteknum blóðtökum og 15% við staka blóðtöku. Á Íslandi er tekið allt að 18,5 % af heildarblóðrúmmáli vikulega í 8 vikur í röð úr fylfullum og mjólkandi hryssum með tilheyrandi hættu á blóðþurrðarlosti og blóðleysi. Greint er frá því í sömu grein að blóðtökur geta haft neikvæð áhrif á ónæmiskerfið: ”Although one study has demonstrated that larger volumes can be collected from horses without death (up to 25% of circulating blood volume), animals were reported to have significant signs of distress during the blood collection, including tachypnea, tachycardia, neck sweating, urination, and defecation, and heart and respiratory rates remained elevated for several hours after collections were complete. In this study, although many blood components, such as albumin, returned to pre-bleed levels within a few days of the bleed, total protein levels and, in particular, globulin levels required up to 31 days to recover to near pre-bleed levels. This suggests that routine collection of larger blood volumes than indicated in Table 1 may impair immunity of horses, which also could impact their overall health and well-being.” Krufning ekki gerðSöfnun blóðs til lyfjaframleiðslu er með engu móti sambærileg hefðbundnum landbúnaðargreinum. Hún krefst inngrips í æðakerfi lifandi dýra með tilheyrandi áhættu líkt og ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur bent á. Mat ESA er að starfsemin heyri undir reglugerð um verndun dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017 vegna þessa. Í viðtali við Heimildina segir sérgreinadýralæknir MAST frá því huglæga mati sem notað er til að meta áhrif blóðtökunnar á dýrin. Engin lífsmörk eru tekin af hryssunum við blóðtöku, heldur er litið yfir hópinn og líðan dýranna metin út frá atferli þeirra eftir blóðtöku. Það er afar gagnrýnivert að eftirlitsaðili starfseminnar skuli telja þetta takmarkaða mat á heilsu og líðan dýranna viðunandi. Hryssurnar eru í hættu á blóðþurrðarlosti sem er lífshættulegt ástand. En einnig eru ýmis önnur veikindi og aðrar dánarorsakir mögulegar. Mikilvægt er að greina dánarorsök svo hægt sé að meta áhrif blóðtökunnar og fyrirbyggja frekari skaða ef hægt er. Því miður hefur MAST láðst að fara fram á krufningu hryssanna sem féllu vegna blóðtöku árið 2022, sbr. grein Heimildarinnar. Rannsóknir vantar Í þau 40 ár sem blóðtökur úr fylfullum merum hafa verið stundaðar á Íslandi hafa hvorki MAST né Ísteka lagt fram marktækar rannsóknir um áhrif blóðtökunnar á heilsu hryssanna. Engin gögn styðja það óheyrilega magn blóðs sem tekið er. Einu mælingar sem Ísteka og MAST hafa birt eru meðaltöl yfir hemoglóbíngildi (blóðrauðagildi) úr tæplega 2% úrtaki hryssanna á árunum 2011-2021. Þegar rýnt erí niðurstöður er ískyggilegt að sjá hversu margar hryssur liggja hættulega lágt í hemóglóbíni: 2 hryssur fari undir 6 g/dl 22 hryssur liggi á bilinu 6-7 g/dl 133 hryssur liggi á bilinu 7-8 g/dl 475 hryssur liggi einhvern tíma á bilinu 8-9 g/dl Ætla má að hryssur með svo lág hemóglóbín gildi þjáist verulega af völdum blóðleysis. Eðlileg gildi hrossa liggja milli 11 og 17 g/dl samkvæmt dýralæknisfræðum og ættu aldrei að fara undir 10 g/dl hjá fylfullum hryssum. Við streitu losar milta hesta mikið af rauðum blóðkornum. Ísteka framkvæmir hemóglóbín mælingar við blóðtöku. Streitan við blóðtöku getur haft áhrif á mælingar og niðurstöður mögulega falskt hækkaðar. Í grein Heimildarinnar er eins og áður segir vitnað í Sigríði Björnsdóttur sérgreinadýralækni hrossa hjá MAST: “Sigríður segir svo mikla blóðtöku mögulega vegna þess að hesturinn sé sérþróað hlaupadýr. Fráleitt sé að líkja blóðbúskap hrossa og manna saman. Hestar hafi varabirgðir af rauðum blóðkornum í milta sem svari til um 30 prósenta af heildar blóðmagni þeirra. Reiðhestar sem notaðir séu til hámarksafkasta nýti þetta. En blóðmerar séu úti í haga, éti bara og mjólki, líkt og Sigríður orðar það. „Það er ekki beinlínis verið að ríða á henni yfir Kjöl.“ Því sé hægt að taka svo mikið blóð úr þeim.“ Samskonar kenningu hefur sami sérgreinadýralæknir MAST einnig sett fram í skýrslu starfshóps um blóðmerahald. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa leitað álits hjá ýmsum aðilum, m.a. læknum manna og dýra varðandi þessa kenningu Sigríðar og enginn hefur getað staðfest réttmæti hennar. Vissulega er það rétt að milta hesta geymir varabirgðir af rauðum blóðkornum. Það gildir einnig um milta manna. Áætlað er að allt að 30% rauðra blóðkorna hestsins séu geymd í milta, hins vegar jafngildir það ekki 30% af heildarblóðrúmmáli hans.Í blóðtökunum á Íslandi er tekið allt að 18,5 % af heildarblóðrúmmáli vikulega í 8 vikur í röð. Seyting rauðra blóðkorna frá milta vegna blóðtaps bætir hryssunum ekki upp það mikla blóðvökvatap sem þær verða fyrir við blóðtökuna. Því er ekki hægt að halda því fram að losun þessara rauðu blóðkorna úr milta við blóðtöku minnki líkur á blóðþurrðarlosti eða öðrum veikindum tengdum blóðrúmmálstapi. Þar að auki tekur tíma að framleiða ný rauð blóðkorn og fylla á birgðirnar eftir að þær eru tæmdar. Birgðirnar gagnast því skammt í þeim endurteknu blóðtökum sem hryssurnar þurfa að þola. Samkvæmt okkar útreikningum eru þær uppurnar eftir aðeins tvær blóðtökur af þeim átta sem dýrin sæta. Mikilvægt að halda því til haga að hryssurnar eru fylfullar. Þær ættu við eðlilegar kringumstæður að vera að auka blóðrúmmál sitt. Þær eru einnig mjólkandi og sú framleiðsla er vökvakræf. Þær eru því enn viðkvæmari fyrir blóðtökum en hestar sem eru ekki í þessu líkamlega ástandi. Rík er ábyrgð MAST í þessu máli. Mikilvægt er að opinber stofnun eins og MAST byggi vinnulag sitt og ákvarðanir ávallt á traustum og gagnreyndum gögnum. Samtök um dýravelferð á Íslandi kröfðust skýringa á þessari umdeildu kenningu sérgreinadýralæknis MAST þann 25.júli síðastliðinn, en hafa enn ekki fengið svar við þeirri fyrirspurn. Guðrún Scheving Thorsteinsson, læknir, Samtök um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir, í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi Prof. Dr. med. Vet. Ewald Isenbügel Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum Meike E. Witt, í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi Sabrina Gurtner, Tierschutzbund Zürich/Animal Welfare Foundation Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Dýr Blóðmerahald Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er. Iðnaðurinn hlaut mikla gagnrýni eftir að myndband af blóðtökum var birt árið 2021 af Tierschutzbund Zürich/Animal Welfare Foundation. Í kjölfarið var reglugerð 900/2022 sett, sem breytti því miður litlu sem engu fyrir dýrin. Í reglugerðinni er krafa um að hver starfsstöð skili skýrslu eftir ár hvert. Skýrslan á að innihalda upplýsingar um dauðsföll og veikindi dýranna í tengslum við blóðtökuna. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) óskuðu eftir þessum upplýsingum frá blóðtökuárinu 2022. Það tók MAST rúmlega hálft ár að veita upplýsingar þrátt fyrir fjölda ítrekana. Þegar svör loks bárust mátti sjá að dauðsföll hryssa tengd blóðtöku voru mun fleiri miðað við skráningar fyrri ára. Dýrin voru urðuð áður en dánarorsök var staðfest. Svo virðist sem Ísteka ákveði hvaða dauðsföll í stóðum megi rekja til blóðtökunnar. Af gögnunum má ráða að blóðtaka árið 2022 gekk illa og spunnust miklar umræður í fjölmiðlum í kjölfar þess. Málflutningur forsvarsmanna Ísteka og MAST er aðfinnsluverður og hér að neðan verður tæpt á því helsta. Vandi ÍstekaÍ viðtali við Arnþór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Ísteka, gefur hann í skyn að dýraverndunarsamtök beri ábyrgð á því að Ísteka hafi árið 2022 þurft að ráða erlenda dýralækna eftir að innlendir dýralæknar hættu störfum í kjölfar umfjöllunar um blóðmerahald. Þar kom einnig fram að reynsluleysi þeirra væri ástæða fyrir auknum dauðsföllum. „Það er upphaf þessara vandræða. Við hefðum ekki þurft að ráða dýralækna sjálf nema af því að það varð skortur á dýralæknum, sem tengja má við þessi mál öll.“ Við vísum þessum athugasemdum Arnþórs til föðurhúsanna. Ísteka, eins og önnur fyrirtæki, ber ábyrgð á því að ráða hæft starfsfólk til að sinna þeim verkefnum sem því er falið. Við fögnum því að íslenskir dýralæknir séu að átta sig á því að blóðtaka úr fylfullum hryssum brýtur í bága við kröfur nútíma samfélags um velferð dýra. Niðurstaða ESA (EFTA Surveillance Authority) liggur fyrir. Íslensk stjórnvöld brjóta gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni og hafa ekki farið eftir alþjóðaskuldbindingum sínum um vernd og velferð dýra að mati ESA. Afar gagnrýnivert er að það virðist vera í höndum Ísteka að ákveða hvort dauði hryssa á tímabilinu tengist blóðtökunum eða ekki. Fyrirtækið getur þar með stýrt því hvaða dauðsföll eru tilkynnt til MAST sbr. ofangreint viðtal á RÚV: „Bóndi á bænum þar sem þrjár hryssur drápust í kjölfar blóðtöku tilkynnti einnig um fjórðu hryssuna. Ísteka hefur aftur á móti ekki verið tilbúið til að tengja það dauðsfall við blóðtöku. Arnþór segir ákveðin skilyrði um það hvernig slík atvik séu tilkynnt. [...] Við höfum alveg tekið gildar tilkynningar sem við fáum ekki fyrr en viku seinna, jafnvel tveimur vikum seinna. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að senda inn tilkynningar löngu eftir tímabil eða blóðtöku viðkomandi grips. Við getum ekki verið ábyrg fyrir gripnum árið um kring. Bóndinn þarf að vera það.“ Vandi Ísteka stafar ekki síst af því að fyrirtækið fer langt fram úr alþjóðlegum leiðbeiningum varðandi það blóðmagn sem fjarlægja má úr hestum án þess að skaða þá. Erlendar leiðbeiningar Í vísindagrein Vilanova og félaga (2021) eru leiðbeiningar um það hámarks blóðrúmmál sem taka má úr hestum vegna annars yfirvofandi hættu á blóðþurrðarlosti. Hámarks ráðlögð blóðtaka er 7,5% af heildarblóðrúmmáli í endurteknum blóðtökum og 15% við staka blóðtöku. Á Íslandi er tekið allt að 18,5 % af heildarblóðrúmmáli vikulega í 8 vikur í röð úr fylfullum og mjólkandi hryssum með tilheyrandi hættu á blóðþurrðarlosti og blóðleysi. Greint er frá því í sömu grein að blóðtökur geta haft neikvæð áhrif á ónæmiskerfið: ”Although one study has demonstrated that larger volumes can be collected from horses without death (up to 25% of circulating blood volume), animals were reported to have significant signs of distress during the blood collection, including tachypnea, tachycardia, neck sweating, urination, and defecation, and heart and respiratory rates remained elevated for several hours after collections were complete. In this study, although many blood components, such as albumin, returned to pre-bleed levels within a few days of the bleed, total protein levels and, in particular, globulin levels required up to 31 days to recover to near pre-bleed levels. This suggests that routine collection of larger blood volumes than indicated in Table 1 may impair immunity of horses, which also could impact their overall health and well-being.” Krufning ekki gerðSöfnun blóðs til lyfjaframleiðslu er með engu móti sambærileg hefðbundnum landbúnaðargreinum. Hún krefst inngrips í æðakerfi lifandi dýra með tilheyrandi áhættu líkt og ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur bent á. Mat ESA er að starfsemin heyri undir reglugerð um verndun dýra sem notuð eru í vísindaskyni 460/2017 vegna þessa. Í viðtali við Heimildina segir sérgreinadýralæknir MAST frá því huglæga mati sem notað er til að meta áhrif blóðtökunnar á dýrin. Engin lífsmörk eru tekin af hryssunum við blóðtöku, heldur er litið yfir hópinn og líðan dýranna metin út frá atferli þeirra eftir blóðtöku. Það er afar gagnrýnivert að eftirlitsaðili starfseminnar skuli telja þetta takmarkaða mat á heilsu og líðan dýranna viðunandi. Hryssurnar eru í hættu á blóðþurrðarlosti sem er lífshættulegt ástand. En einnig eru ýmis önnur veikindi og aðrar dánarorsakir mögulegar. Mikilvægt er að greina dánarorsök svo hægt sé að meta áhrif blóðtökunnar og fyrirbyggja frekari skaða ef hægt er. Því miður hefur MAST láðst að fara fram á krufningu hryssanna sem féllu vegna blóðtöku árið 2022, sbr. grein Heimildarinnar. Rannsóknir vantar Í þau 40 ár sem blóðtökur úr fylfullum merum hafa verið stundaðar á Íslandi hafa hvorki MAST né Ísteka lagt fram marktækar rannsóknir um áhrif blóðtökunnar á heilsu hryssanna. Engin gögn styðja það óheyrilega magn blóðs sem tekið er. Einu mælingar sem Ísteka og MAST hafa birt eru meðaltöl yfir hemoglóbíngildi (blóðrauðagildi) úr tæplega 2% úrtaki hryssanna á árunum 2011-2021. Þegar rýnt erí niðurstöður er ískyggilegt að sjá hversu margar hryssur liggja hættulega lágt í hemóglóbíni: 2 hryssur fari undir 6 g/dl 22 hryssur liggi á bilinu 6-7 g/dl 133 hryssur liggi á bilinu 7-8 g/dl 475 hryssur liggi einhvern tíma á bilinu 8-9 g/dl Ætla má að hryssur með svo lág hemóglóbín gildi þjáist verulega af völdum blóðleysis. Eðlileg gildi hrossa liggja milli 11 og 17 g/dl samkvæmt dýralæknisfræðum og ættu aldrei að fara undir 10 g/dl hjá fylfullum hryssum. Við streitu losar milta hesta mikið af rauðum blóðkornum. Ísteka framkvæmir hemóglóbín mælingar við blóðtöku. Streitan við blóðtöku getur haft áhrif á mælingar og niðurstöður mögulega falskt hækkaðar. Í grein Heimildarinnar er eins og áður segir vitnað í Sigríði Björnsdóttur sérgreinadýralækni hrossa hjá MAST: “Sigríður segir svo mikla blóðtöku mögulega vegna þess að hesturinn sé sérþróað hlaupadýr. Fráleitt sé að líkja blóðbúskap hrossa og manna saman. Hestar hafi varabirgðir af rauðum blóðkornum í milta sem svari til um 30 prósenta af heildar blóðmagni þeirra. Reiðhestar sem notaðir séu til hámarksafkasta nýti þetta. En blóðmerar séu úti í haga, éti bara og mjólki, líkt og Sigríður orðar það. „Það er ekki beinlínis verið að ríða á henni yfir Kjöl.“ Því sé hægt að taka svo mikið blóð úr þeim.“ Samskonar kenningu hefur sami sérgreinadýralæknir MAST einnig sett fram í skýrslu starfshóps um blóðmerahald. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa leitað álits hjá ýmsum aðilum, m.a. læknum manna og dýra varðandi þessa kenningu Sigríðar og enginn hefur getað staðfest réttmæti hennar. Vissulega er það rétt að milta hesta geymir varabirgðir af rauðum blóðkornum. Það gildir einnig um milta manna. Áætlað er að allt að 30% rauðra blóðkorna hestsins séu geymd í milta, hins vegar jafngildir það ekki 30% af heildarblóðrúmmáli hans.Í blóðtökunum á Íslandi er tekið allt að 18,5 % af heildarblóðrúmmáli vikulega í 8 vikur í röð. Seyting rauðra blóðkorna frá milta vegna blóðtaps bætir hryssunum ekki upp það mikla blóðvökvatap sem þær verða fyrir við blóðtökuna. Því er ekki hægt að halda því fram að losun þessara rauðu blóðkorna úr milta við blóðtöku minnki líkur á blóðþurrðarlosti eða öðrum veikindum tengdum blóðrúmmálstapi. Þar að auki tekur tíma að framleiða ný rauð blóðkorn og fylla á birgðirnar eftir að þær eru tæmdar. Birgðirnar gagnast því skammt í þeim endurteknu blóðtökum sem hryssurnar þurfa að þola. Samkvæmt okkar útreikningum eru þær uppurnar eftir aðeins tvær blóðtökur af þeim átta sem dýrin sæta. Mikilvægt að halda því til haga að hryssurnar eru fylfullar. Þær ættu við eðlilegar kringumstæður að vera að auka blóðrúmmál sitt. Þær eru einnig mjólkandi og sú framleiðsla er vökvakræf. Þær eru því enn viðkvæmari fyrir blóðtökum en hestar sem eru ekki í þessu líkamlega ástandi. Rík er ábyrgð MAST í þessu máli. Mikilvægt er að opinber stofnun eins og MAST byggi vinnulag sitt og ákvarðanir ávallt á traustum og gagnreyndum gögnum. Samtök um dýravelferð á Íslandi kröfðust skýringa á þessari umdeildu kenningu sérgreinadýralæknis MAST þann 25.júli síðastliðinn, en hafa enn ekki fengið svar við þeirri fyrirspurn. Guðrún Scheving Thorsteinsson, læknir, Samtök um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir, í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi Prof. Dr. med. Vet. Ewald Isenbügel Barla Barandun, dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum Meike E. Witt, í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi Sabrina Gurtner, Tierschutzbund Zürich/Animal Welfare Foundation
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar