Andri leiðir hjá körlunum en Hulda og Ragnhildur deila forystunni kvennamegin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. ágúst 2023 19:48 Andri Þór Björnsson leiðir eftir fyrista hring á Íslandsmótinu í golfi. Aurelien Meunier/Getty Images Langflestir kylfingar hafa nú lokið leik á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir á fjórum höggum undir pari, en í kvennaflokki eru þær Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur jafnar á toppnum. Andri Þór lék frábærlega á fyrri níu holunum á Urriðavelli í dag þar sem hann fékk alls fimm fugla. Hann náði þó ekki að halda þeirri frábæru spilamennsku áfram á seinni níu og er því með naumt forskot á þá Jóhannes Guðmundsson og Hákon Örn Magnússon sem léku á þremur höggum undir pari. Í kvennaflokki voru þær Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir þær einu sem léku undir pari og kláruðu þær báðar á 70 höggum, eða einu höggi undir pari vallarins. Andrea Ýr Ásmundsdóttir fylgir þó fast á hæla þeirra á einu höggi yfir pari og þar á eftir koma þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir á tveimur höggum yfir pari. Íslandsmótið í golfi heldur svo áfram í fyrramálið. Fyrstu kylfingar fara af stað klukkan 07:30 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Andri Þór lék frábærlega á fyrri níu holunum á Urriðavelli í dag þar sem hann fékk alls fimm fugla. Hann náði þó ekki að halda þeirri frábæru spilamennsku áfram á seinni níu og er því með naumt forskot á þá Jóhannes Guðmundsson og Hákon Örn Magnússon sem léku á þremur höggum undir pari. Í kvennaflokki voru þær Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir þær einu sem léku undir pari og kláruðu þær báðar á 70 höggum, eða einu höggi undir pari vallarins. Andrea Ýr Ásmundsdóttir fylgir þó fast á hæla þeirra á einu höggi yfir pari og þar á eftir koma þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir á tveimur höggum yfir pari. Íslandsmótið í golfi heldur svo áfram í fyrramálið. Fyrstu kylfingar fara af stað klukkan 07:30 og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira