Ísköld framtíðarsýn: ryðjum brautina fyrir skautaíþróttir á Íslandi Bjarni Helgason skrifar 9. ágúst 2023 09:01 Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun