Eru neysluvatnskerfin okkar of dýr og óheilsusamleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 7. ágúst 2023 08:31 Aðgengi að hreinu neysluvatni er hverju samfélagi mikilvægt. Vatnsskortur og mengun vatns sem bera með sér óæskilegar örverur sem geta valdið sjúkdómum eru helstu ógnir við lýðheilsu okkar. Til að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra hér á landi hefur áhersla verið lögð á að vakta og vernda vatnsbólin okkar. En er það nóg? Fyrir tólf árum síðan eða í mars árið 2011 gaf alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO út skýrslu er varðaði gæði neysluvatns í byggingum. Helstu niðurstöður hennar sýndu að léleg hönnun og stýring vatnslagnakerfa í byggingum getur valdið sjúkdómum ekkert síður en vatnsbólin sjálf gera. Í kjölfarið fóru Bretar af stað með rannsókn á því hvort að þau viðmið sem þeir byggðu á við hönnun neysluvatnskerfa í íbúðarhúsnæðum og öðrum byggingum gæfu rétta mynd af raunverulegri neysluvatnsnotkun. Í stuttu máli sagt að þá komust þeir að því að þeir yfirhönnuðu neysluvatnskerfin sem þýddi að dælur og rör kerfanna þeirra voru stærri en þau þurftu að vera og þá einnig dýrari í uppsetningu. Sverari rör þýða einnig lægri vatnshraða og minni endurnýjun vatns í lagnakerfunum. Hætta á stöðnu vatni með hættu á skaðsömum bakteríum sem því fylgir var því til staðar. Ein þeirra er Legíónellabakterían. Náttúruleg heimkynni Legíónellabakteríunnar sem einnig er kölluð hermannaveikin eru sem dæmi í vatni, en bakterían þolir hitastig frá 0–63°C og er kjörhitastig hennar um það bil 30–40°C. Legíónellabakterían getur lifað árum saman í vatnstönkum við 2–8°C og sest oft að í lokuðum endum pípulagna stórra bygginga þar sem vatnið stendur kyrrt og hitastig er ekki hátt. Meðgöngutími hermannaveiki er 2-10 dagar og dauðsföll verða í 5-30% tilfella. Bretarnir komust að því að þeir þyrftu að breyta sínum hönnunarviðmiðum hið snarasta og gerðu það fyrir stuttu síðan. Við íslenskir hönnuðir erum skyldugir til að hanna lagnakerfi samkvæmt ÍST67 en staðallinn inniheldur sérákvæði við danska staðalinn DS 439:2009 Norm for vandinstallationer. Samkvæmt rannsókn Bretanna erum við að yfirhanna neysluvatnskerfin okkar (sjá mynd). Er ekki kominn tími til að staldra við og gera svipaða rannsókn og Bretarnir gerðu í kjölfar úttektar WHO svo við íslendingar getum treyst því að neysluvatnið okkar sé það besta í heimi? Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að hreinu neysluvatni er hverju samfélagi mikilvægt. Vatnsskortur og mengun vatns sem bera með sér óæskilegar örverur sem geta valdið sjúkdómum eru helstu ógnir við lýðheilsu okkar. Til að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra hér á landi hefur áhersla verið lögð á að vakta og vernda vatnsbólin okkar. En er það nóg? Fyrir tólf árum síðan eða í mars árið 2011 gaf alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO út skýrslu er varðaði gæði neysluvatns í byggingum. Helstu niðurstöður hennar sýndu að léleg hönnun og stýring vatnslagnakerfa í byggingum getur valdið sjúkdómum ekkert síður en vatnsbólin sjálf gera. Í kjölfarið fóru Bretar af stað með rannsókn á því hvort að þau viðmið sem þeir byggðu á við hönnun neysluvatnskerfa í íbúðarhúsnæðum og öðrum byggingum gæfu rétta mynd af raunverulegri neysluvatnsnotkun. Í stuttu máli sagt að þá komust þeir að því að þeir yfirhönnuðu neysluvatnskerfin sem þýddi að dælur og rör kerfanna þeirra voru stærri en þau þurftu að vera og þá einnig dýrari í uppsetningu. Sverari rör þýða einnig lægri vatnshraða og minni endurnýjun vatns í lagnakerfunum. Hætta á stöðnu vatni með hættu á skaðsömum bakteríum sem því fylgir var því til staðar. Ein þeirra er Legíónellabakterían. Náttúruleg heimkynni Legíónellabakteríunnar sem einnig er kölluð hermannaveikin eru sem dæmi í vatni, en bakterían þolir hitastig frá 0–63°C og er kjörhitastig hennar um það bil 30–40°C. Legíónellabakterían getur lifað árum saman í vatnstönkum við 2–8°C og sest oft að í lokuðum endum pípulagna stórra bygginga þar sem vatnið stendur kyrrt og hitastig er ekki hátt. Meðgöngutími hermannaveiki er 2-10 dagar og dauðsföll verða í 5-30% tilfella. Bretarnir komust að því að þeir þyrftu að breyta sínum hönnunarviðmiðum hið snarasta og gerðu það fyrir stuttu síðan. Við íslenskir hönnuðir erum skyldugir til að hanna lagnakerfi samkvæmt ÍST67 en staðallinn inniheldur sérákvæði við danska staðalinn DS 439:2009 Norm for vandinstallationer. Samkvæmt rannsókn Bretanna erum við að yfirhanna neysluvatnskerfin okkar (sjá mynd). Er ekki kominn tími til að staldra við og gera svipaða rannsókn og Bretarnir gerðu í kjölfar úttektar WHO svo við íslendingar getum treyst því að neysluvatnið okkar sé það besta í heimi? Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun