Brynjar Þór nýr fjármálastjóri VÍS og Fossa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 13:34 Brynjar Þór Hreinsson, nýr fjármálastjóri sameinaðs félags VÍS og Fossa. Brynjar Þór Hreinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri sameinaðs félags VÍS og Fossa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Brynjar hafi mikla reynslu af innlendum fjármálamarkaði en hann hefur frá árinu 2018 starfað sem forstöðumaður eignastýringar Stapa lífeyrissjóðs. Þar áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum og forstöðumaður eignastýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka. Brynjar hefur auk þess fjölbreytta reynslu af störfum erlendis meðal annars sem forstöðumaður á lánasviði Straums-Burðarás og verið búsettur í London þar sem hann var framkvæmdastjóri eignaumsýslu ALMC ásamt því að vera framkvæmdastjóri CB Holding, sem var um tíma stærsti eigandi West Ham United. Hann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, próf í verðbréfaviðskiptum og BS-gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Spennandi tímar framundan „Framundan eru spennandi tímar hjá VÍS í kjölfar stofnunar SIV eignastýringar og sameiningar við Fossa fjárfestingarbanka. Samstæða þessara öflugu félaga býður upp á fjölmörg tækifæri til vaxtar á trygginga- og fjármálamarkaði. Ég er stoltur að taka við starfi fjármálastjóra samstæðunnar og fullur tilhlökkunar að vinna með framúrskarandi starfsmönnum félaganna að áframhaldandi vegferð og sókn þeirra,” er haft eftir Brynjari Þór í tilkynningunni. Hluthafar VÍS samþykktu kaupin á Fossum 14. júní síðastliðinn en kaupin voru háð fyrirvörum sem nú hefur öllum verið aflétt fyrir utan fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir því að VÍS fari með virkan eignarhlut í Fossum fjárfestingarbanka hf. og Glym hf., og yfir 30 prósent eignarhlut í T plús hf. Brynjar Þór mun bera ábyrgð á fjármálum samstæðu ásamt því að taka virkan þátt í viðskiptaþróun sameinaðs félags. Brynjar mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn þess. Haraldur Þórðarson mun stýra rekstri samstæðunnar, Guðný Helga Herbertsdóttir tryggingarekstrinum, Steingrímur Arnar Finnsson fjárfestingarbankastarfseminni og Arnór Gunnarsson SIV eignastýringu. Sameinað félag verður öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu, að því er segir í tilkynningunni. Sameinað félag byggir á 106 ára sögu, breiðum viðskiptamannagrunni, sterkum efnahagi og er með víðtæk tengsl við atvinnulíf og fjármálamarkaði. Um sé að ræða öfluga innviði fyrir framúrskarandi þjónustu á sviði trygginga, fjárfestingarbanka, einkabanka, sjóða- og eignastýringar og annarrar sérhæfðrar fjármálaþjónustu. Vistaskipti VÍS Tryggingar Fjármálamarkaðir Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Þar segir að Brynjar hafi mikla reynslu af innlendum fjármálamarkaði en hann hefur frá árinu 2018 starfað sem forstöðumaður eignastýringar Stapa lífeyrissjóðs. Þar áður var hann forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum og forstöðumaður eignastýringar hjá Straumi fjárfestingarbanka. Brynjar hefur auk þess fjölbreytta reynslu af störfum erlendis meðal annars sem forstöðumaður á lánasviði Straums-Burðarás og verið búsettur í London þar sem hann var framkvæmdastjóri eignaumsýslu ALMC ásamt því að vera framkvæmdastjóri CB Holding, sem var um tíma stærsti eigandi West Ham United. Hann er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, próf í verðbréfaviðskiptum og BS-gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla. Spennandi tímar framundan „Framundan eru spennandi tímar hjá VÍS í kjölfar stofnunar SIV eignastýringar og sameiningar við Fossa fjárfestingarbanka. Samstæða þessara öflugu félaga býður upp á fjölmörg tækifæri til vaxtar á trygginga- og fjármálamarkaði. Ég er stoltur að taka við starfi fjármálastjóra samstæðunnar og fullur tilhlökkunar að vinna með framúrskarandi starfsmönnum félaganna að áframhaldandi vegferð og sókn þeirra,” er haft eftir Brynjari Þór í tilkynningunni. Hluthafar VÍS samþykktu kaupin á Fossum 14. júní síðastliðinn en kaupin voru háð fyrirvörum sem nú hefur öllum verið aflétt fyrir utan fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands fyrir því að VÍS fari með virkan eignarhlut í Fossum fjárfestingarbanka hf. og Glym hf., og yfir 30 prósent eignarhlut í T plús hf. Brynjar Þór mun bera ábyrgð á fjármálum samstæðu ásamt því að taka virkan þátt í viðskiptaþróun sameinaðs félags. Brynjar mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn þess. Haraldur Þórðarson mun stýra rekstri samstæðunnar, Guðný Helga Herbertsdóttir tryggingarekstrinum, Steingrímur Arnar Finnsson fjárfestingarbankastarfseminni og Arnór Gunnarsson SIV eignastýringu. Sameinað félag verður öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir til fjármálaþjónustu, að því er segir í tilkynningunni. Sameinað félag byggir á 106 ára sögu, breiðum viðskiptamannagrunni, sterkum efnahagi og er með víðtæk tengsl við atvinnulíf og fjármálamarkaði. Um sé að ræða öfluga innviði fyrir framúrskarandi þjónustu á sviði trygginga, fjárfestingarbanka, einkabanka, sjóða- og eignastýringar og annarrar sérhæfðrar fjármálaþjónustu.
Vistaskipti VÍS Tryggingar Fjármálamarkaðir Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira