Heimsmeistarinn muni fá á sig refsingu Aron Guðmundsson skrifar 28. júlí 2023 16:00 Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauðurinn í stigakeppninni á yfirstandandi tímabili mun fá fimm sæta refsingu fyrir komandi kappakstur á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu sem fram fer á sunnudaginn. Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina. Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina.
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira