Búið að aflétta öllum takmörkunum á sölu íslenskra upprunaábyrgða Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2023 14:40 Sala upprunaábyrgða skilar umtalsverðum tekjum til framleiðenda grænnar orku. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun Þýskalands (UBA) hefur aflétt banni við sölu upprunaábyrgða raforku frá Íslandi til Þýskalands. Bannið var sett á vegna gruns um að vinnsla grænnar orku væri tvítalin hér á landi en athugun stofnunarinnar hefur leitt í ljós að svo sé ekki. Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Landsvirkjun en sú ákvörðun Umhverfisstofnunar Þýskalands að banna innflutninginn er sögð byggja á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða. Því banni var aflétt 1. júlí síðastliðinn, um mánuði eftir að bannið var sett á. Að sögn Landsvirkjunar var bannið rökstutt með því að grunur væri um að stærstu orkunotendur Íslands hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu slíkar staðhæfingar. Þetta fæli í sér brot á reglum um upprunaábyrgðir og að vinnsla grænnar orku væri tvítalin. Nánari athugun Umhverfisstofnunar Þýskalands hafi leitt í ljós sú væri raunin ekki hjá íslenskum raforkuframleiðendum. Árlegt verðmæti upprunaábyrgða nemi um tuttugu milljörðum króna AIB tilkynnti 27. apríl síðastliðinn að samtökunum hafi borist vísbendingar um að raforka frá Íslandi hafi verið tvítalin í nóvember í fyrra. Stórnotendur hafi haldið því fram að þeir nýttu sér græna orku án þess að kaupa upprunaábyrgðir og þess í stað hafi upprunaábyrgðir fyrir þá orku verið fluttar úr landi. Í kjölfarið var útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi stöðvaður á meðan krafist var útbóta og Landsneti gefinn kostur á að bregðast við ásökununum en fyrirtækið sér um útgáfu upprunaábyrgðaskírteina á Íslandi og vottun virkjana. Innlend viðskipti með upprunaábyrgðir héldu áfram þrátt fyrir ákvörðun stjórnar AIB. Greint hefur verið frá því að Landsvirkjun áætli að árlegt verðmæti upprunaábyrgða fyrir íslenska raforkuframleiðendur gæti numið tuttugu milljörðum króna á ári haldist verðið á þeim í sömu hæðum og sást í vor. Ætlað að styðja við uppbyggingu á grænum orkugjöfum Upprunaábyrgðakerfið var sett á fót til þess að skapa fjárhagslega hvata til uppbyggingar á endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu og þar með orkuskipta til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Sala á ábyrgðum er þannig ætlað að auka tekjur fyrirtækja sem framleiða endurnýjanlega orku og standa straum af kostnaði við fjárfestingar í slíkri orkuframleiðslu. Samkvæmt reglum evrópska upprunábyrgðakerfisins mega raforkunotendur aðeins fullyrða að þeir notist við græna orku ef þeir kaupa svonefnd græn skírteini. Sama gildir á Íslandi jafnvel þó að svo gott sem öll raforka sé framleidd með endurnýjanlegum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33 Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Útflutningsbanni á íslenskum upprunaábyrgðum aflétt Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á. 1. júní 2023 17:33
Stöðva útflutning á upprunaábyrgðum vegna mögulegra brota Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta. 3. maí 2023 09:54