Viðskipti innlent

Þórður nýr innri endur­skoðandi Lands­bankans

Eiður Þór Árnason skrifar
Þórður Örlygsson hefur lengi starfað hjá Landsbankanum.
Þórður Örlygsson hefur lengi starfað hjá Landsbankanum. Landsbankinn/Vísir

Þórður Örlygsson hefur verið ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans en hann hefur gegnt stöðu regluvarðar hjá bankanum. Þórður tekur við af Kristínu Baldursdóttur sem hefur verið innri endurskoðandi Landsbankans frá árinu 2009.

Greint er frá því á vef bankans að Þórður muni taka við stöðunni í byrjun ágúst. Hann er sagður hafa yfir tuttugu ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hafi sem regluvörður veitt Regluvörslu, deild sem starfar þvert á bankann, forstöðu undanfarin ár. Þórður hafi lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1999.

Að sögn Landsbankans er innri endurskoðun sjálfstæð og óháð starfseining sem heyrir beint undir bankaráð. Bankaráð hefur yfirumsjón með starfsemi Landsbankans, ræður bankastjóra og hefur til að mynda eftirlit með rekstri bankans.

Innri endurskoðun er hluti af eftirlitskerfi bankans og meðal annars gert að leggja mat á og bæta virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×