Viðskipti innlent

Skila­boðin séu ekki: „Verið nú góð við túr­istana!“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jóhannes Þór Skúlason segir Íslendinga vera afar góða gestgjafa.
Jóhannes Þór Skúlason segir Íslendinga vera afar góða gestgjafa. Vísir/Ívar

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, segir mark­miðið með nýju ár­veknis­á­taki um gest­risni ekki vera að tala niður til Ís­lendinga heldur til þess að minna á þann á­vinning sem ferða­þjónustan hefur í för með sér fyrir þjóðar­búið. Ís­lendingar þyki meðal gest­risnustu þjóða í heimi og þannig sé gest­risnin orðin að sölu­vöru.

Jóhannes Þór ræddi á­takið í Reykja­vík Síð­degis á Bylgjunni. Verk­efninu „Góðir gest­gjafar“ var ýtt úr vör síðustu helgi af yfir­völdum og Sam­tökum ferða­þjónustunnar. Vefur á vegum verk­efnisins var um leið opnaður og fólk hvatt til að búa til póst­kort á vefnum til að deila skrifum um já­kvæð á­hrif ferða­þjónustunnar á þau sjálf og sam­fé­lagið í heild.

„Lykillinn hér er  sá að það er ekki verið að segja við Ís­lendinga: „Verið nú góð við túr­istana!“ Það er ekki það sem þetta gengur út á. Það sem þetta gengur út á er að segja: Heyrðu við erum ó­trú­lega gest­risin, höldum því á­fram því að fyrir það fáum við ýmis ó­trú­leg gæði sem sam­fé­lagið nýtur góðs af.“

Jóhannes segist skilja það vel að á­kveðna þreytu sé farið að gæta meðal lands­manna vegna mikils fjölda ferða­manna og nefnir um­ræðuna um skemmti­ferða­skip og mengun af völdum þeirra. Al­mennt séð séu Ís­lendingar hins vegar ó­trú­lega já­kvæðir gagn­vart ferða­þjónustu.

„Það er ekki bara hlut­verk gest­gjafans að taka á móti eins mörgum og við getum til að fá eins mikið af peningum og við getum. Hlut­verkið er ekki síður að passa upp á það að upp­lifun gestsins sem kemur eftir 2 eða 3 eða 10 ár sé jafn góð eða helst betri og þess sem kom í gær,“ segir Jóhannes.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×