Hrákar „til háborinnar skammar“: Mun beita sér fyrir hertum viðurlögum Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2023 08:00 Hannes S. Jónsson er í stjórn FIBA Europe og mun beita sér fyrir breytingum. Þjálfarar U20 ára landsliðs Svartfjallalands hræktu í andlit aðstoðarþjálfara Íslands eftir leik liðanna á HM U20 um helgina. Framkvæmdastjóra KKÍ þykir miður að fastar hafi ekki verið tekið á hegðun þjálfaranna sem smáni íþróttina. Upp úr sauð eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Þjálfarateymi Svartfjallalands missti stjórn og hræktu aðilar úr því á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands, og það oftar en einu sinni. „Þetta er algjörlega galið hvernig Svartfellingar og aðallega þjálfarateymið höguðu sér. Algjörlega óíþróttamannslegt og Svartfellingum og þjálfurunum til háborinnar skammar,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, um málið. Mikil óvirðing Körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín í málinu. Þjálfarar Svartfellinga sluppu alfarið við bann og hlaut körfuknattleikssamband landsins aðeins fjársekt. Þá var gerð tilraun til að fjarlægja upptöku leiksins af YouTube-rás mótsins og um tíma var aðeins hægt að finna hana með krókaleiðum. „Númer eitt er þetta óvirðing við þjálfarann okkar, það er verið að sína landinu og liðinu okkar mikla óvirðingu og bara körfuknattleiksíþróttinni óvirðingu. Það er í raun galið að þetta séu einungis fjársektir. Maður hefði viljað sjá einhverskonar leikbönn á þá Svartfellinga í þessu móti sem að var að fara fram. Því miður er þetta of algengt á vegum FIBA að beita aðeins fjársektum í stað annars. Númer eitt, tvö og þrjú á svona lagað ekki að sjást og ég hélt maður myndi ekki upplifa svona frá faglegu fólki í íþróttinni,“ segir Hannes. Mun ræða málið við framkvæmdaráð og stjórn sambandsins Hannes er í stjórn FIBA Europe og var spurður hvort hann hyggðist beita sér fyrir breyttum starfsháttum hvað refsingar fyrir slíka hegðun varðar. „Ég mun náttúrulega ekki beita mér í þessu máli per se [máli Íslands og Svartfjallalands], það væri mjög ófaglegt og þá færum við gegn lýðræði og gagnsæi [FIBA]. Það væri mjög ófaglegt. En ég mun taka mál upp á næsta framkvæmdaráðsfundi og stjórnarfundi í kjölfarið hjá okkur innan [FIBA]. Hvernig við getum breytt þessu yfirhöfuð,“ „Ef svonalagað kemur upp í framtíðinni myndi maður vilja sjá harðari refsingu bæði gagnvart þjálfurunum og viðkomandi landi. Ég mun taka þetta upp áfram, og algjörlega óháð Íslandi, finnst mér þetta ekki eiga heima í íþróttinni okkar,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Upp úr sauð eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi um helgina. Þjálfarateymi Svartfjallalands missti stjórn og hræktu aðilar úr því á Dino Stipcic, aðstoðarþjálfara Íslands, og það oftar en einu sinni. „Þetta er algjörlega galið hvernig Svartfellingar og aðallega þjálfarateymið höguðu sér. Algjörlega óíþróttamannslegt og Svartfellingum og þjálfurunum til háborinnar skammar,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, um málið. Mikil óvirðing Körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, hefur sætt gagnrýni fyrir viðbrögð sín í málinu. Þjálfarar Svartfellinga sluppu alfarið við bann og hlaut körfuknattleikssamband landsins aðeins fjársekt. Þá var gerð tilraun til að fjarlægja upptöku leiksins af YouTube-rás mótsins og um tíma var aðeins hægt að finna hana með krókaleiðum. „Númer eitt er þetta óvirðing við þjálfarann okkar, það er verið að sína landinu og liðinu okkar mikla óvirðingu og bara körfuknattleiksíþróttinni óvirðingu. Það er í raun galið að þetta séu einungis fjársektir. Maður hefði viljað sjá einhverskonar leikbönn á þá Svartfellinga í þessu móti sem að var að fara fram. Því miður er þetta of algengt á vegum FIBA að beita aðeins fjársektum í stað annars. Númer eitt, tvö og þrjú á svona lagað ekki að sjást og ég hélt maður myndi ekki upplifa svona frá faglegu fólki í íþróttinni,“ segir Hannes. Mun ræða málið við framkvæmdaráð og stjórn sambandsins Hannes er í stjórn FIBA Europe og var spurður hvort hann hyggðist beita sér fyrir breyttum starfsháttum hvað refsingar fyrir slíka hegðun varðar. „Ég mun náttúrulega ekki beita mér í þessu máli per se [máli Íslands og Svartfjallalands], það væri mjög ófaglegt og þá færum við gegn lýðræði og gagnsæi [FIBA]. Það væri mjög ófaglegt. En ég mun taka mál upp á næsta framkvæmdaráðsfundi og stjórnarfundi í kjölfarið hjá okkur innan [FIBA]. Hvernig við getum breytt þessu yfirhöfuð,“ „Ef svonalagað kemur upp í framtíðinni myndi maður vilja sjá harðari refsingu bæði gagnvart þjálfurunum og viðkomandi landi. Ég mun taka þetta upp áfram, og algjörlega óháð Íslandi, finnst mér þetta ekki eiga heima í íþróttinni okkar,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira