Skemmtum okkur fallega í sumar Drífa Snædal skrifar 14. júlí 2023 07:02 Sumarið er tíminn! Tíminn þar sem fólk nýtur sumarnótta, skemmtir sér, fer í útilegur og prófar sig áfram í samskiptum. Því miður er sumarið líka tíminn þar sem menn hafa beitt ofbeldi (eins og á öðrum tímum ársins) og á stundum nýtt sér óreiðu og varnarleysi til að ganga yfir mörk og virða ekki samþykki. Samþykki er forsenda þess að fólk stundi kynlíf en beiti ekki ofbeldi en ofbeldi og kynlíf er tvennt ólíkt og ber ekki að rugla saman! En hvað er hægt að gera til að sumarið verði ánægjulegt fyrir öll, fólk skemmti sér fallega og öll koma heil heim af útihátíðum. Við því er einfalt svar: Ekki beita ofbeldi! Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að velja að vera ekki ofbeldismaður. Það er ekki að konur og önnur passi sig, passi hver aðra, drekki sig ekki fullar eða séu einar á ferð. Það má og er aldrei ástæða fyrir að vera beitt ofbeldi. Við getum hins vegar öll lagt okkar af mörkum til að ofbeldismenning þrífist ekki og dregið þar með úr hættunni á að aðrir beiti ofbeldi. Stígamót hafa tekið saman þrjá punkta til að minna fólk á hvernig hægt er að taka afstöðu gegn ofbeldi og með því óskum við landsmönnum öllum áframhaldandi gleðilegs og fallegs sumars: Ég stunda ekki kynlíf eða önnur kynferðismök með manneskju sem 1) gefur ekki samþykki, 2) er ekki í aðstöðu eða ástandi til að gefa samþykki, og 3) dregur samþykki sitt til baka á einhvern hátt hvort sem það sé með orðum eða hátterni. Ég hlæ ekki né bregst jákvætt við drusluskömmun, nauðgunarbröndurum eða réttlætingu á kynferðisofbeldi. Ég styð fólk í kringum mig sem hefur orðið fyrir ofbeldi og geri ekki lítið úr upplifun eða líðan þeirra. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Einn situr Geir Bakþankar Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Glósur úr ferð til Brussel Magnús Halldórsson Fastir pennar Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Gera þarf betur Auðunn Arnórsson Fastir pennar Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn! Tíminn þar sem fólk nýtur sumarnótta, skemmtir sér, fer í útilegur og prófar sig áfram í samskiptum. Því miður er sumarið líka tíminn þar sem menn hafa beitt ofbeldi (eins og á öðrum tímum ársins) og á stundum nýtt sér óreiðu og varnarleysi til að ganga yfir mörk og virða ekki samþykki. Samþykki er forsenda þess að fólk stundi kynlíf en beiti ekki ofbeldi en ofbeldi og kynlíf er tvennt ólíkt og ber ekki að rugla saman! En hvað er hægt að gera til að sumarið verði ánægjulegt fyrir öll, fólk skemmti sér fallega og öll koma heil heim af útihátíðum. Við því er einfalt svar: Ekki beita ofbeldi! Eina leiðin til að uppræta ofbeldi er að velja að vera ekki ofbeldismaður. Það er ekki að konur og önnur passi sig, passi hver aðra, drekki sig ekki fullar eða séu einar á ferð. Það má og er aldrei ástæða fyrir að vera beitt ofbeldi. Við getum hins vegar öll lagt okkar af mörkum til að ofbeldismenning þrífist ekki og dregið þar með úr hættunni á að aðrir beiti ofbeldi. Stígamót hafa tekið saman þrjá punkta til að minna fólk á hvernig hægt er að taka afstöðu gegn ofbeldi og með því óskum við landsmönnum öllum áframhaldandi gleðilegs og fallegs sumars: Ég stunda ekki kynlíf eða önnur kynferðismök með manneskju sem 1) gefur ekki samþykki, 2) er ekki í aðstöðu eða ástandi til að gefa samþykki, og 3) dregur samþykki sitt til baka á einhvern hátt hvort sem það sé með orðum eða hátterni. Ég hlæ ekki né bregst jákvætt við drusluskömmun, nauðgunarbröndurum eða réttlætingu á kynferðisofbeldi. Ég styð fólk í kringum mig sem hefur orðið fyrir ofbeldi og geri ekki lítið úr upplifun eða líðan þeirra. Höfundur er talskona Stígamóta.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar