Viðskipti innlent

Rann­sókn á dóttur­fé­lagi Eim­skips lokið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Málið varðar Atlantic Trucking, dótturfélag Eimskip Holding, sem er í eigu Eimskipafélags Íslands. 
Málið varðar Atlantic Trucking, dótturfélag Eimskip Holding, sem er í eigu Eimskipafélags Íslands.  Vísir/Vilhelm

Danska samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hætta rannsókn sinni í máli Atlantic Trucking, sem er danskt dótturfélag í eigu Eimskipafélags Íslands. Húsleit var gerð hjá félaginu í júní á síðasta ári.

Í tilkynningu Eimskips á GlobeNewswire segir að Félaginu hafi í dag borist bréf þess efnis að samkeppniseftirlitið í Danmörku hafi ákveðið að hætta rannsókninni og loka málinu. 

Þann 20. júní á síðasta ári framkvæmdi danska samkeppniseftirlitið húsleit í Álaborg hjá Atlantic Trucking. Tilgangur hennar var að rannsaka hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum danskra samkeppnislaga. Húsleitin var hluti af rannsókn á háttsemi í landflutningum í Danmörku sem tók til fleiri félaga á sama markaði.

„Í dag barst félaginu bréf frá danska samkeppniseftirlitinu þar sem eftirlitið tilkynnir um ákvörðun sína að hætta rannsókn málsins og loka því,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Eimskip er ánægt með að málinu sé þar með lokið.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×